29.4.2019 | 01:43
Heldur áfram að ríma við meinta stefnubreytingu Boeing 1998.
Nýjustu fréttir af Boeing-MAX-málinu virðast ríma við atriði í sjónvarpsþætti Al-jazeera þess efnis að eftir að Boeing hafði gleypt McDonnel-Douglas 1998 hafi fundist í gögnum frá þeim tíma sú breyting á stefnumörkun fyrirtækisins að ef brýnar markaðsaðstæður krefðust þess í sérstökum tilfellum, skyldu þær frá forgang fram yfir ítrasta öryggi.
Nú má sjá tvenns konar nýjar fréttir sem því miður virðast ríma við þetta og bera vitni um að Boeing ætli að halda áfram við að koma sér hjá því að láta ítrasta öryggi ævinlega hafa forgang.
Það sést á því að áfram á að streitast við að lágmarka aðgerðir vegna MAX-vélanna eins og kostur er, þvert ofan í óskir flugmanna.
Fyrri fréttin í kvöld fjallaði um það hvernig Boeing-menn komu sér hjá umbeðnum aðgerðum í aðdraganda stórslysanna tveggja, en hin sést í tengdri frétt á mbl.is af kröfum flugmanna America Airlines.
Þær bætast við glænýja afneitun forstjórans á því að neitt væri að, sem var í fréttum fyrir örfáum dögum.
Stjórnendur þessa stóra og merka flugvélaframleiðandi virðast ekki átta sig á því, að enda þótt það kunni að kosta mikla fjármuni að taka sig almennilega saman í andlitinu og hverfa til fyrri krafna um forgangsröðunina "ítrasta öryggi alltaf númer eitt", er hætt við því að ef áfram verði reynt að humma nauðsynlegar öryggisaðgerðir fram af sér, muni tap á trausti vegna þess, geta orðið miklu afdrifaríkara og kostnaðarsamara þegar fram í sækir en tímabundin fjárútlát vegna skakkafalla, ekki aðeins varðandi Boeing 737MAX, heldur einnig Boeing 787 Dreamliner fyrir rúmum áratug.
Krefjast betri þjálfunar á MAX-vélarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef þetta er rétt og kemst í hámæli er Boeing í miklu verri málum en lítur út fyrir núna.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2019 kl. 13:28
Greint var skilmerkilega frá þessu í hádegisfréttum RÚV núna áðan, undanbrögðum og vísvitandi vanrækslu áður en slysin dundu yfir.
Ómar Ragnarsson, 29.4.2019 kl. 14:24
Ég hef það fyrir satt að flugmenn erlends flugfélags hafi hringt í flugmenn Flugleiða sem fljúga Boeing 737-800 til að spyrja um? Já hvað haldið þið.........
HVERNIG ÆTTI AÐ STARTA FLUGVÉLUNUM!
Geri ég ráð fyrir að á sama hátt og Airbus hafa þurft að gjalda dýru verði sinna mistaka í umræðunni, að hlegið verði áratugum saman af Boeing fyrir þetta og annað sem tengist þessum nýju (wannabe gömlu) flugvélum þeirra.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2019 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.