Góðir hlutir gerast hægt.

Uppbygging á aðstöðu til ferðamennsku í Kerlingarfjöllum hefur tekið meira en hálfa öld. 

Verið hæg og mörkuð íhygli og varfærni mestan part eins og þessi langi tími gefur til kynna. Sagt hefur verið að góðir hlutir gerist hægt, en í hinni rosalegu uppsveiflu í ferðaþjónustunni hér á landi síðan 2011 blasa hvarvetna við dæmi um æðibunugang og græðgi, sem ber að varast þegar um jafn viðkvæmt atriði og einstæða ósnortna náttúru er að ræða.

Álit Skipulagsstofnunar um frestun framkvæmda mun hugsanlega vekja hart andóf hjá þeim, sem vilja hraða og mikla uppbyggingu. 

Kannski er hægt að nálgast meðalhóf með því að hafa í huga, hve langan tíma það hefur tekið að byggja staðinn upp í það horf sem hann er núna, fara hægt í sakirnar og gefa sér tíma til að meta jafnóðum áhrifin með sýn lengra fram í tímann í öndvegi. 

Ekki síst í því ljósi sem Skipulagsstofnun bendir á varðandi hugmyndir um stóran þjóðgarð á miðhálendinu.  


mbl.is Uppbyggingu í Kerlingarfjöllum verði frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband