Undanbrögð Kana á sviði hernaðar og mannréttinda veikja traust á þeim.

Allt frá dögum W. Wilsons Bandaríkjaforseta, þáttökunni í Fyrri heimsstyrjöldinni og friðartillagna hans í lok hennar hafa Bandaríkjamenn átt drjúgan hlut í baráttu fyrir mannréttindum, lýðræði, frelsi og friði og af mörgum verið talin brjóstvörn friðelskandi lýðræðisþjóða. 

En allan þennan tíma hafa sterk öfl vestra skaðað eða veikt þessa stöðu, allt frá því er einangrunarsinnum tókst að draga þessa sterku þjóð út úr friðarviðleitninni sem fólst í stofnun þjóðabandalagsins og innleiða í staðinn stæka einangrunarstefnu. 

Í stjórnartíð Franklin D. Roosevelt tókst þessum merka forseta að marka breytta stefnu, sem bar árangur í stofnun Sameinuðu þjóðanna og Marshall aðstoðinni, auk margvíslegrar alþjóðasamvinnu á fjölbreyttum sviðum allt fram á okkar daga. 

En því miður slær fölva á þessa þróun, hve Bandaríkjamenn hafa oft verið með undanbrögð varðandi mál, sem snerta mannréttindi, frið og umhverfismál, til dæmis varðandi dóma í mannréttinda- og stríðsglæpamálum, bann við jarðsprengjum og sáttmála um umhverfismál, svo að eitthvað sé nefnt.  

Vonandi verður hér bragarbót á í kjölfar forsetakosninganna á næsta ári. 


mbl.is Nálgun Bandaríkjamanna hneisa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AMERICA PRAY UP AND VOTE

Húsari. (IP-tala skráð) 30.4.2019 kl. 22:13

2 Smámynd: Már Elíson

Svokallaður "húsari" dreifir spami að hætti gamla "steina breim" hér á vefsíðu Ómars. - Örvæntingarfullur netsóði sem er bara sjálfum sér til skammar með birtingi á vanskapnaði frá hugarfarslega vanþróuðu ríki í vestri, á síðum annarra. Þvílík ömurð að þurfa að leggja sig svona lágt og það undir hræðslunafni.

Már Elíson, 1.5.2019 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband