Ætli Ungverjar hafi ekki átt besta liðið sem aldrei varð heimsmeistari?

Ef rætt er um besta landslið í knattspyrnu, sem aldrei hampaði heimsmeistaratitli, koma tvö lið helst til greina, lið Hollendinga á áttunda áratugnum og lið Ungverja á sjötta áratugnum. 

Ef velja á á milli þessara tveggja, hljóta Ungverjar að vera sigurstranglegir, slíkir voru yfirburðir þeirra fram til 1956, þegar Rússar réðust inn í Ungverjaland og liðið splundraðist. 

Snilld Ungverja verður kannski best lýst með tveimur sigrum þeirra yfir Englendingum á þessum árum, 6-3 og 7-1! 

Og í öðrum þessara leikja var mark dæmt af Ungverjum af því að sókn þeirra var svo hröð, að dómarinn fór af hjörunum!  

6-3 leikurinn markaði tímamót í knattspyrnusögunni hvað það snerti, að þar beið hin gamla taktík algeran ósigur fyrir nýju og glæsilegu spili og leikkerfi; svo mjög voru Englendingar niðurlægðir af snillingunum ungversku með Ferance Puskas sem besta mann. 

Sumir segja að hann hafi verið besti "einfætti" knattspyrnumaður sögunnar! 


mbl.is Besta liðið sem aldrei vann HM?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ungverjaland 1956 Holland 1974  og svo Brasilía 1982.

Allt góð lið sem áttu skilið að fara alla leið.

Örn (IP-tala skráð) 5.5.2019 kl. 09:23

2 Smámynd: Hörður Þormar

Ég man eftir að ég hlustaði á lýsingu á úrslitaleik Þýskalands og Ungverjalands, það mun hafa verið 4.júlí 1954.

Þann dag held ég að Þjóðverjar hafi endurheimt sjálfa sig.

Hörður Þormar, 5.5.2019 kl. 17:58

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Um það leyti hófst einstætt fyrirbæri sem fékk heitið "þýska efnahagsundrið" þegar gersamlega niðurlægð þjóð reis upp úr öskustónni. 

Ómar Ragnarsson, 6.5.2019 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband