11.5.2019 | 00:01
Veðjað á gleymsku kjósenda og tvöföldun orkuframleiðslunnar.
Í skoðanakönnun um orkupakka þrjú eru þeir þrefalt fleiri aem eru mjög andvígir innleiðingu orkupakkans heldur þeir sem eru mjög fylgjandi.
Þeir, sem ætla að keyra orkupakkann í gegn á Alþingi, ætla að láta ágjöf í bili ekki koma í veg fyrir það, því að þeir muni, eins og svo oft hefur gerst áður, beita svipuðum aðferðum og hafa oft verið notaðar áður með árangiri, að handvelja hentuga meðmælendur, á borð við þá, sem nú dúkka upp; standa af sé óróa innan flokka og treysta á hefðbundna gleymsku kjósenda þegar kemur að því að það verði kosið og búið er að finna nógu mikið að smjörklípum til að taka athyglina.
Þeir, sem ætla sér að hagnast á komandi virkjanaæði og tveimur sæstrengjum, vita vel, í hverju þeir eiga að fjárfesta. Það sýna hundraða milljarða fjárfestingar þeirra í landareignum og virkjanaáformum um allt land.
Þeir vita vel af þeirri stefnumörkun ráðamanna að tvöfalda orkuframleiðsluna á áratug.
Nú þegar er jafnvel búið að kaupa upp jarðir, sem liggja á virkjanasvæðum vatnsfalla, sem eru í verndarflokki, því að það var létt verk á sínum tíma að aflétta friðun á Kringilsárrana eftir þörfum þegar Kárahnjúkavirkjun var gerð, og ekki þarf nema að náttúruverndarfólk þrýsti á að setja Skrokköldu í verndarflokk til þess að því er hótað að með því verði opnað Pandórubox.
Og tveir ráðherrar á lýstu því yfir hér um árið, að friðanir yrðu að víkja fyrir virkjunum ef ráðamenn teldu þeirra þörf.
Helmingur andvígur orkupakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessu máli gleymir þjóðin ekki!
Það verða kosningar, í síðasta lagi eftir tvö ár.
Um orkuauðlindirnar verður barist næstu árin.
Mikill meirihluti þjóðarinnar mun standa vaktina,
It's Now or Never!
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru þeir flokkar sem munu bíða mesta afhroðið í þeim kosningum, styðji þeir innleiðingu OP 3.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 00:45
mér virðist þetta vera of mikkil tilviljun hversu áhugasamir virkjunarsinar eru með 3.orkupakkan virðast nú vilja virkja alt sem flýtur. hvað sjá þeir sem friðunarsinnar sjá ekki. hvað fær v.g í stað þessarar útgáfu af 3.orkupakkanum þjóðgarð á miðhálendisþjóðgarði og útþyntan þjóðareign á landi í stjórnarskrá ?
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 07:41
Virkjanir og sjávarútvegur eru höfuðundirstaða velmegunar Íslendinga. Þriðji orkupakkinn skiptir ekki máli í því sambandi og gerir ekki annað en tryggja hag almennings. Kjósendur eru hér stóra vandamálið sem kjósa yfir sig tilbera sem koma fyrir spenum á ríkissjóð í sjávarútvegi og víðar, (Borgun) o.fl. o.fl.
Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.