"Ekki spurning um hvort, heldur hvenær sæstrengur verður lagður."

Í upphafi skyldi endinn skoða, segir máltækið.  Orðin í fyrirsögn bloggpistilsins mælti forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi hennar fyrir nokkrum árum, án þess að svo virtist sem fjölmiðlar tækju eftir því. 

Var þó búið að nefna þetta áður, en ekki alveg svona skýrt og skorinort. 

Hann nefndi sæstreng í eintölu, en hefði einnig getað nefnt það að engin þjóð í norðanverðri Evrópu setur öll eggin í sömu körfuna í þeim efnum, heldur eru strengir yfir til annarra þjóða að minnsta kosti tveir ef hafa á svonefnt "afhendingaröryggi" í heiðri. 

Eðli málsins samkvæmt er það misjafnt hvort strengirnir eru jarðstrengir, sæstrengir eða blanda af hvoru tveggja; afhendingaröryggið verður að hafa forgang. 

Það lítur hins vegar skár út að nefna aðeins einn streng, vegna þess hve dýr hann yrði hátt í þúsund milljarða, en það kallar á stórfelldar virkjanaframkvæmdir ef framtakið í heild á að borga sig. 

Túrbínutrixið, að fjárfesta svo mikið í upphafi, að ekki verði aftur snúið, heldur verði að leggja út í miklu meira, blasir við í þessu efni. 

Þeir, sem kunna að malda í móinn þegar strengur númer tvö verður settur á dagskrá, verða sakaðir um að vilja öryggisleysi í þessum efnum og eyðileggja möguleikana á tryggu raforkukerfi landsins. 

Svona til upprifjunar, var túrbínutrixið fyrst notað 1970, þegar stjórn Laxárvirkjunar lét strax panta túrbínur í margfalda stækkun virkjunarinnar án þess að hafa samið við landeigendur eða gengið til fulls frá smíði virkjunarinarinnar og drekkingu Laxárdals, og fyrir hendi lá stórkarlaleg áætlun um að veita hinu auruga Skjálfandafljóti yfir í Kráká og þaðan niður í Laxá og neðsta hluta Mývatns. 

Þegar Mývetningar andmæltu þessum áformum voru þeir sakaðir um að valda Laxárvirkjun tjóni vegna þess kostnaðar sem þegar væri búið að leggja í vegna virkjunarinnar og gerðar Gljúfurversvirkjunar. 

Trixið var aftur notað þegar búið var að eyða milljörðum í undirbúnin Fljótsdalsvirkjunar í lok síðustu aldar, en síðan var látið koma í ljós að álver í Reyðarfirði myndi ekki bera sig nema það yrði þrefalt stærra og fengi orku frá margfalt stærri Kárahnjúkavirkjun með margfalt verri og neikvaðari umhverfisspjöllum. 

Og síðan notað þegar hafnar voru álversframkvæmdir í Helguvík og stefnt að álveri á Bakka við Húsavík. 

Sturla Böðvarsson, sem nú vill að endirinn sé í upphafi skoðaður, var Alþingismaður á þessum árum og kannast vafalaust vel við þetta allt. 

Hann nefnir, að Landsvirkjun sé enn við sama heygarðshornið og vitað er um handsal forsætisráðherra Íslands og Bretlands um sæstreng fyrir nokkrum árum og um undirbúningsráðstafanir öflugra fjárfesta um hann. 


mbl.is Óforsvaranlegt að samþykkja orkupakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Katastrófa Auðkrumla mun ríksstjórinn heita...

Þjóðólfur í Örorku (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 08:25

2 identicon

Það eru, í mesta lagi, 2 ár í kosningar.

Þá mun Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur

gjalda sögulegt afhroð, 

ef þingmenn þeirra samþykkja innleiðingu OP3.

Fylgið mun streyma sem tvö fljót og finna sér farveg og sameinast í Miðflokki Sigmundar Davíðs.

Þetta gera B og D sér grein fyrir og því munu árásir og launsátur þeirra beinast að Miðflokknum, svo sem verið hefur, en það mun ekki virka lengur.

Straumarnir munu finna sér farveg og sameinast í Miðflokknum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 10:19

3 identicon

Óttinn hefur gripið um sig í herbúðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins

og þaðan koma enn skæðadrífur og skítaklínur, að kenna Sigmundi Davíð um allt illt, og ljúga upp á hann miskunnarlaust, og nota til þess uppkeypta fjölmiðla landsins og gamaldags fyrirbæri eins og "almannatengla." 

Fólk kaupir þetta bara ekki lengur.  Fólk hugsar, fólk talar saman og á í orðaskiptum við hópa sem munu sameinast og mynda sér farveg í breiðu fljóti Miðflokksins.

Flóknara er þetta ekki.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 10:51

4 identicon

Við Íslendingar erum fámenn þjóð, það vita allir hvernig landið liggur varðandi "aðkeyptu" álitin, uppkeyptu fjölmiðlana og "almannatenglana"

Maður þekkir mann sem þekkir mann og við ræðum bara saman og forvitnumst um hvað valdi hinu eða þessu.  Það er okkur sem þjóð eðlilegt, að leita frétta hjá hvort öðru og hverjum og einum og treysta almannarómnum betur en hinum uppkeyptu og "aðkeyptu" álitum "sérfræðinganna"

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 11:05

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, nauðsynleg upprifjun. Og ekki síður "Vitað er um handsal forsætisráðherra Íslands og Bretlands um sæstreng fyrir nokkrum árum og um undirbúningsráðstafanir öflugra fjárfesta um hann", því talsmenn túrbínutrixanna eiga sér mörg andlit.

Magnús Sigurðsson, 11.5.2019 kl. 12:08

6 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Símon Pétur frá Hákoti !

Ertu ekki í lagi: drengur ?

Klám Klausturs Bar´s flokkur Sigmundar Davíðs - (Miðflokkur, með öfugmælum) er enginn bjargvættur, hvarfli það að þér:: hvers lags þvaður er þetta í þér maður ?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: er sams konar lyga- Hrappur og lýðskrumari, sem þorri hinna, sem á þing hörmunginni sitja, Símon minn.

Er þér alveg ómögulegt - að nefna aðra þá valkosti:: óspillta a.m.k., eins og Íslenzku þjóðfylkinguna og Frelsisflokkinn, sem gætu reynt að taka til í samfélaginu, að Utanþingsstjórnar möguleikann ógleymdum, ekki síður ?

Reyndu aðeins að Jarðtengjazt: Símon minn Pétur frá Hákoti, þó virða vilji ég fyllilega baráttuanda þinn í, að halda aftur af græðgisvæddum ofsa EFTA/EES/ESB tengdra Engeyinganna, og þessa skelfilega lýðs, sem þeir eru með í eftirdragi, því miður !

Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 12:59

7 identicon

Er utan allra flokka.

Þetta er spá mín. 

Ekkert annað.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 13:01

8 identicon

.... þótt utan flokka sért Símon minn.

Í Guðanna bænum: ekki falla í það dýki, að vilja binda trúss þitt við Klám- durginn Sigmund Davíð, og fyllibyttu gengi hans, ágæti drengur.

Komizt þú - mögulega hjá.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 13:10

9 identicon

Ég ítreka Óskar minn Helgi:

"Er utan allra flokka.

Þetta er spá mín.

Ekkert annað."

Andi minn verður aldrei beislaður.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 13:21

10 identicon

.... Símon Pétur frá Hákoti !

Megi andi þinn að sönnu: óbeizlaður verða, enn um stundir.

En - hvað spá þína snertir, vona ég að hún rætist ekki, því ofgnótt afætu háttarins (ríkjandi: og annarra flokka kraðaks)erum við búin að umbera til þessa, - allt: of lengi, og til stórra almannahagsmuna tjóna einna, Símon Pétur.

ÓHH

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 13:33

11 Smámynd: Merry

Sæll Ómar

Varðandi ESB

Ég get ábyrgst að ESB vill tryggja vald sitt yfir löndunum í Evrópu þegar Bretar fara ESB fljótlega og fleiri lönd verða að fara. Þeir munu ekki hafa nóg af peningum. ESB er að deyja.

Merry, 11.5.2019 kl. 13:47

12 identicon

.... Merry, !

Ísköld: en mjög sterk röksemdafærzla, af þinni hálfu.

Undirmáls- og meðalgreindir samlandar okkar, hafa bara ekki burði til / og hafa ekki haft, til að greina hismið frá kjarnanum, utan þeirra græðginnar væddu.

Og - fæst þeirra, ef þá nokkurt - kunnugt Þýzkalandssögu, og út á hvað hún hefur gengið í gegnum aldirnar, hvað drottnunargirnina snertir, í Evrópsku álfunni, sem og hér meira að segja, Norður- Ameríkumegin Íslands.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 14:01

13 identicon

Hárrétt spá hjá Merry:

"ESB er að deyja."

Hættan er vissulegs samt fyrir dyrum.  Skotland gæti verið svo vitlaust að ganga í í ESB áður og Bretland ásælist hreina orku okkar.  Munum hver Ratcliffe er og innlendir skuggabaldrar.

Notum íslenska raforku byggðum lands okkar einum til heilla.  Engin túrbínutrix.  Nei, nei við OP3.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 14:17

14 Smámynd: Merry

Sæll Óskar

Við ættum að vera mjög varkár þegar við takast á við ESB - sérstaklega þegar kemur að auðlindum okkar.

KK

Merry

Merry, 11.5.2019 kl. 14:19

15 identicon

Það hefur öllum þótt rafmagn í hvert hús á Íslandi vera hið mesta framfaraskref

en mér þykir alltaf vænt um gömlu konuna sem fannst gummískórnir vera mesta byltingin í sínu lífi 

Grímur (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 17:38

16 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Símon Pétur frá Hákoti !

Varðandi athugaesemd þína (nr. 13): má taka undir þín orð, í hvívetna. 

Merry, !

Hárrétt hjá þér: enda mál til komið, að ESB sinnar / já: sem og aðrir reyndar líka, kynni sér Þýzkalandssöguna til hlítar, sem og hina gegnumgangandi yfirdrottnunarsemi Þjóðverja, sem hvergi er neitt lát á, gagnvart öðrum þjóðum og þjóðabrotum.

Grímur !

Ágætur: þinn viðauki líka, ekki síður.

Með sömu kveðjum - sem öðrum og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 17:55

17 identicon

Megi það aldrei verða. En svo maður grínist nú með þett ( ef það má ) þá ætti ríkið að skilyrða jarðstrenginn þannig að hann flytti bara núllið og jörðina .cool

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 18:11

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Til hvers að leggja sæstreng frá Íslandi sem framleiðir ekki nema 0,60% af raforku sem þarf í Evrópusambandinu þegar ódýrara er að byggja vindorkuver og sólarorkuverk innan Evrópusambandsins sem geta framleitt margfalt meira en það sem fæst frá Íslandi.

Þessi sæstrengur verður aldrei lagður til þess að selja rafmagn frá Íslandi. Það gæti verið að einn slíkur strengur verði lagður til þess að íslendingar geti keypt rafmagn enda þarf ekki nema eitt stórt og slæmt eldgos til þess að stofna raforkuframleiðslu á Íslandi í stórhættu.

Jón Frímann Jónsson, 11.5.2019 kl. 23:02

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég efast stórlega um að sæstrengur verði lagður nema um sé að ræða verulegar niðurgreiðslur á vistvænni orku. Og það sem hefur breyst á undanförnum árum, og Jón Frímann bendir réttilega á, er að það er orðið miklu ódýrara en áður að byggja vindorkuver. Lágur framleiðslukostnaður vatnsorkuvera er því ekki lengur að skila því samkeppnisforskoti sem áður var.

Verði sæstrengur lagður verður það auk þess ekki ríkið eða fyrirtæki þess sem standa að þeirri framkvæmd. Túrbínutrixið á því ekki við.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.5.2019 kl. 15:50

20 identicon

Í Bretlandi virðast þeir, sem selja sólarorku fremur græða á niðurgreiðslunum sjálfum en sölu orkunnar:

https://www.dailymail.co.uk/news/article-7021119/Solar-farms-millions-taxpayer-handouts-make-selling-electricity.html

Elló (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband