Af hverju ættu tollastríð að vera til góðs?

Þjóðir heims gengu í gegnum þunga reynslu í kreppunni miklu á fjórða áratug síðsutu aldar, þegar þær háðu viðskiptastríð í formi síhækkandi tolla og innflutningshafta. 

Í kjölfarið fylgdi heimsstyrjöld, og afleiðingar hennar voru í fyrstu áframhaldandi höft til þess að fást við efnahagslegar afleiðingar tjónsins af stríðinu. 

Hér á landi komust á þvílík höft, að fólk þurfti jafnvel sérstakt opinbert leyfi til þess að steypa veggi við garða sína. 

Ævinlegar voru aukin höft og flóknara gengi og styrkja- og haftakerfi af ýmsum toga réttlætt með því að um brýna nauðsyn væri að ræða. 

Lítið dæmi var, að Íslendingar eignuðust Evrópumeistara í langstökki, af því að Torfi Bryngeirsson vann hlutkesti í KR um það hvaða tveir íþróttamenn félagsins mættu eignast tvö pör af nýjustu gerð af stökkskóm, sem náðarsamlegt leyfi svonefnds Fjárhagsráðs fékkst til. 

Ástandið var að því leyti til atvinnuskapandi, að meirihluti efnahagslífsins fólst í að framleiða hvers konar varning á eins óhagkvæman hátt og hugsast gat og þúsundir fólks störfuðu við að fylgja fjötrunarástandinu eftir með skriffinnsku og spillingu, sem fylgdi úthlutunum á ýmsum gæðum.  

Avextir eins og epli fengust aðeins innflutt um jólin. 

Í lok sjötta áratugsins rofaði loksins til þegar þjóðir heims áttuðu sig á því hvílíka skaðsemi tolla- og haftastríðsins hafði haft í för með sér. Þó hefur alla tíð verið stunduð stórfelld haftastarfsemi gagnvart þjóðum utan Norður-Ameríku og Evrópu í landbúnaðarmálum til þess að skekkja illilega samkeppnishæfni landbúnaðar þeirra landa, sem utan þessara vestrænu landa standa. 

Miðað við margsannað óhagræði tollastríða gegnir furðu að nú skuli á ný vera hafin svipuð vegferð og olli gríðarlegu alþjóðlegu tjóni áratugum saman á síðustu öld. 

Slíkt er íhugunarefni. Kannski er ein ástæðan sú, að nú er orðið svo langt um liðið síðan, að núlifandi ráðamenn og valdaöfl muna ekki eftir því.  


mbl.is Tollar hækkaðir úr 10% í 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Trump er væntanlega að reyna að koma VÖRUSKIPTAJÖFNUÐINUM við kína í betra horf og reyna að fá sína þjóð til að versla meira vörur sem að eru unnar í eigin landi.

Jón Þórhallsson, 12.5.2019 kl. 08:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, það var líka nákvæmlega það sem var streðað við í vaxandi mæli á haftatímabilinu mikla á síðustu öld.

Ómar Ragnarsson, 12.5.2019 kl. 09:16

3 identicon

350 miljarðar evra fara í gegnum ESB árlega 40% af því fara í landbúnaðarstyrki

og það er viðskiptabann á verslun Íslandinga við Rússa en undanþágur fyrir allar aðrar þjóðir innan ESB

Grímur (IP-tala skráð) 12.5.2019 kl. 09:28

4 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Tollastríð gæti reyndar orðið jafnvel enn meiri akkur fyrir umhverfisvernd en að Ólafur Ragnar og fleiri hætti að éta nautakjöt. 

Draslvæðingin sem fylgir hnattvæðingunni að einu leiti,  með einnotavöru fyrirbærinu sem fylgir því að láta stórt láglauna hagkerfi framleiða svo ódýra vöru fyrir hálaunahagkerfið að ekki borgar sig að gera við hana eða hafa hana vandaða. 

Hitt er svo náttúrulega kolefnafótspor flutningsins á öllu þessu drasli um heiminn að svo ógleymdum ruslahaugunum sem verða af því og meðfylgjandi umhverfismengun. 

Umhverfisverndarsinnar hljóta því að fagna tollastríði Bandaríkjanna og Kína. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 12.5.2019 kl. 10:03

5 identicon

Sorrý þetta voru víst bara 40% af 145 miljörðum evra

https://www.svt.se/nyheter/ekonomi/sa-spenderar-man-145-miljarder-euro-pa-ett-ar

Grímur (IP-tala skráð) 12.5.2019 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband