12.5.2019 | 18:24
Hver hefði trúað þessu fyrir aldamót?
Víst eru Íslendingar sagnaþjóð og orðið saga er tökuorð í ensku. Og eitt Nóbelsskáld eignuðumst við á öldinni sem leið.
En einhver hefði um síðustu aldamót spáð þeim uppgangi í skrifum glæpasagna, sem hefur orðið á síðustu tveimur áruatugum hér á landi hefði sá spámaður þótt lítt spámannlega vaxinn.
Listi eins og greint er frá á tengdri frétt á mbl.is hefði verið talið óráðshjal.
Þó verður að athuga það, að glæpir, morð, mannvíg, pyntingar, lemstranir, brennur, svik og drápsþorsti eru snar þáttur í þessum frægustu bókmenntum okkar frá gullöld íslenskrar sagnaritunar.
![]() |
Ísland með þrjár bækur á lista Times |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.