Minnir að vissu leyti á Max-málið.

Tveir brunar í sama skólanum með tveggja mánaða millibili minnir dálítið á Boeing MAX málið. 

Einn bruni hringir ekki bjöllum og flugslys ekki alltaf, en tveir svipaðir brunar í röð og tvö flugslys í röð við eins aðstæður á sömu flugvélategund hringir bjöllum.  

Það versta við slys eða óhöpp, sem hægt væri að fyrirbyggja en gerast samt, er að ekkert sé gert fyrr en eftir að skaðinn er skeður. 

Enn verra ef það þarf tvö samskonar atvik í röð til að það hringi bjöllum og gripið sé til rannsóknar á því hvað gerðist og mótaðgerða í samræmi við það. 


mbl.is Eldsvoðinn á að „hringja öllum bjöllum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband