"Það var afleitt að við skyldum stífla skurðinn..."

Nú kemur í ljós að þessi hending úr laginu "Halló, mamma" frá 1966 hefur verið meira en fimmtíu árum á undan sinni samtíð, ef marka má ummæli landgræðslustjóra um verkefnin í landgræðslunni, sem muni taka heila öld. 

Ofangreindur lagatexti var hluti af því þegar ölvaður unglingur undir stýri á leið heim af sveitaballi er að reyna að sefa foreldra sína eftir að hafa valdið fjöldaárekstri og hvolft bílnum. Samhengið var svona: 

 

Hvað, voru þeir fleiri? Ég straujaði fjóra

og flatti Bjúkkann hans Óla stóra. 

Það skemmdist ekkert; - bara önnur hurðin; - 

en það var afleitt að ég skyldi stífla skurðinn." 

 

Nú, meira en hálfri öld síðar, leggur Landgræðslustjóri það sérstaklega til að setja í forgang að moka ofan í skurði, sem liggja meðfram vegum, og auka slysahættu. 

Var ekki seinna vænna að drífa í því að ekki sé nú talað um hve það hefði átt að samþykkja nú landgræðslulög fyrir mörgum áratugum. 

Síðuhafi hefur ekki farið yfir nýju lögin í heild, en það verður til lítils að auka sjálfbærni á sviði beitar, ef ekki verður hægt að beita viðurlögum að gagni. 

Það hefur ekki verið hægt fram að þessu, en slíkt ekki síður nauðsynlegt á þessu sviði en til dæmis í fiskveiðum. 

Er mál að þessu máttleysi linni. 

 


mbl.is Verkefni í landgræðslu taka eina öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég vann fyrir Vélasjóð á sínum tíma og mokaði upp marga langa og stutta skurði fyrir vestan þar sem ekkert var til að ræsa út og furðaði mig hvað sætti og hver skipulagði ósóman, en fallagt var og er þarna fyrir vestan og mikið af góðu fólki. Við hjónin ætlum okkur í túr þangað með hjólhýsið í sumar og fara vítt og breytt um þarna.

Eyjólfur Jónsson, 13.5.2019 kl. 21:25

2 identicon

Það er tilgangslaust að stífla skurði og endurheimta votlendi til að minnka losun CO2 því það er löngu, löngu löngu farið út í loftið eins og bensín sem brennt var árið 1970.

Það getur hins vegar verið skynsamlegt að endurheimta votlendi út af fyrir sig.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband