Sérstaða Seltjarnarness.

Af þeim sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa bein áhrif varðandi samstarfið um borgarlínu, hefur Seltjarnarnes sérstöðu að því leyti, að það er eina sveitarfélagið sem er hrein endastöð línunnar. 

Mosfellsbær og Hafnarfjörður eru það ekki í raun, vegna þess að tæknilega er hugsanlegt að framlengja línuna út frá höfuðborgarsvæðinu í gegnum þau sveitarfélög. 

Vitanlega er æskilegast að samstaða sé með öllum sveitarfélögunum um þetta mál og að allir leggi í púkkið ef eða þegar farið verður af stað í verkefninu, en þessi tæknilega sérstaða Seltjarnarness er óneitanlega fyrir hendi. 


mbl.is Taka afstöðu til borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú eiginlega æskilegast að láta það eiga sig að sóa 150 milljörðum í að bæta við nokkrum strætisvögnum í þeirri von að farþegafjöldinn vaxi um fjögur prósentustig - það sér ekki högg á vatni.

Vilji menn í raun og veru draga úr bílaumferð, hvernig væri þá að afnema einokun leigubílstjóra á fólksflutningum svo deilibílakerfi á borð við Uber geti náð hér fótfestu? Þá yrði einfalt fyrir þann sem vill hafa eitthvað smotterí upp úr að eiga bíl að taka upp farþega á leiðinni gegn gjaldi; fjóra í hvern bíl í stað eins. Það munar um minna.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2019 kl. 09:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur verið bent á ýmis atriði til þess að liðka fyrir umferðinni hér á síðunni. Með nútíma tækni ætti til dæmis að vera hægt að gefa bíleigendum kost á að greiða vegaskatt í samræmi við ekna kílómetra, svo að það opnist möguleiki fyrir fólk að eiga einn sparibíl, sem er lítið notaður og annan smábíl eða jafnvel lítið vespuhjól til þess að fara til og frá vinnu og snatta. 

Síðan eru Japanir með ívilnanir varðandi bíla, sem eru styttri en 3,40 m og mjórri en 1,48 m, - kerfi sem svínvirkar þar í landi. 

Ómar Ragnarsson, 15.5.2019 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband