Raddir hrópenda í eyðimörk þingsalar.

"Það var enginn að fylgjast með þegar ég flutti ræðuna mína, sem ég var búin að undirbúa í dágóðan tíma," segir Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður.  

Fyrir nokkrum dögum kom einn ráðherranna af fjöllum þegar hann átti að svara fyrirspurn, sem þingmaður hafði beint til hans úr ræðustóli. Ráðherrann hafði þó verið í sæti sínu en hafði sökkt sér svo mjög niður í verkefni á snjallsímanum að það virtist vera ígildi þess að vera með eyrnatappa. 

Frétt af þessu á vefmiðli fylgdi, að iðulega virtust ráðherrar hegða sér svona. 

Venjulegt fólk, sem sér beina útsendingu frá Alþingi, á erfitt með að skilja hvers vegna raddir hrópenda hljóma iðulega í eyðimörk þingsalarins eða að viðstöddum þingmönnum, sem telja má á fingrum annarrar handar. 

Það hlýtur að vera eitthvað að. Eru þingfundir of margir og of langir? Væri betra að hafa þá færri og þá með fleiri viðstöddum? 

Í starfi stjórnlagaráðs voru haldnir fundir ráðsins og sýndir í beinni útsendingu, sem samsvöruðu fundum Alþingis, og var þess vandlega gætt að hafa skipulagið þannig, að allir fulltrúar væru á þeim fundum, þar sem ráðið allt væri í salnum. 

Starf ráðsins stóð í þrjá mánuði og það var viðburður ef ekki var nokkurn veginn full mæting. 

Síðuhafi fékk frí einn dag frá fundi vegna þess að ef hann flaug ekki lítilli vél á svæði kringum Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll með sérstök íslensk mælitæki og mælingamenn, sem mældu öskumagn í lófti, hefði báðum flugvöllunum verið lokað vegna útreikninga og spár stórrar tölvu í London varðandi flug yfir Evrópu og Norður-Atlantshafi! 

Ef ekki hefði gosið í Grímsvötnum, hefði síðuhafi aldrei þurft að fara fram á leyfi til að vera fjarverandi í öskumælingaflugi.   


mbl.is „Það var bömmer“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband