Sagan endalausa?

Fyrir nokkrum áratugum gerði síðuhafi sjónvarpsþátt sem bar heitið "Til umhugsunar í óbyggðum" og var ferðast með Guðmundi Jónassyni um Fjallabaksleið nyrðri og nágrenni hans auk ferðar í Þórsmörk. 

Óheyrilegur sóðaskapur blasti alls staðar við auk landsskemmda vegna utanvegaaksturs, en einnig var fjallað um akstur yfir ár. 

Fyrir nokkrum árum var síðan gerður nýr þáttur undir heitinu "Akstur í óbyggðum" þar sem viðfangsefnið var tekið út frá mun víðara sjónarhorni og farið um allt land, allt frá Snæfellsnesi austur á Brúaröræfi og veginn til Laka, en nokkur myndskeið rifjuð upp úr myndinni með Guðmundi. 

Slæm umgengni varðandi rusl og óþverra var ekki eins áberandi nú og fyrir um 40 árum. 

Það breytir því ekki hins vegar sífellt koma upp ný og ný mál, þar sem er "skítalykt af málinu." 

Meðal þeirra mála, sem urðu tilefni vettvangsferða fyrir sjónvarpsfréttir, voru tvö, annað við Strútslaug við Syðri-Fjallabaksleið og hitt við sunnanverða Lakagíga, þar sem riðið var á hundrað hestum og viðkvæm svæði, meira að segja merkt með bannmerkjum við Lakagíga, og reiðleiðin útspörkuð af hestunum. 

Við Strútslaug var allur pakkinn, matarleifar, rusl, spark, mannaskítur og meira að segja klósettpappír við laugina. 

Þátttakandi í þessari ferð, sem náð var símasambandi við, reif kjaft og sagði löglegt frá landnámi að ríða hestum hvar sem væri um landið, og að í næsta Kötlugosi myndi askan þaðan hvort eð er þekja spjöllin.  

Stjórnandi hestasparksins og spjallanna við Lakagíga virtist alveg sleppa við það að taka ábyrgð á sínu verki, kannski vegna þess að vera hagvanur og með sambönd í næstu byggð. 

Hvað snertir fyrirbærið að spara sér sporin má nefna umfjallanir hér á síðunni þar sem sýnt var á myndum hvernig bílum var lagt ólöglega svo að það hamlaði umferð, bara til að spara sér örfá spor, allt niður í tvo metra. 

Og einum bílstjóranum virtist vera svo mikið í mun að stytta gönguleið sína um fimm metra, að hann lagði bílnum á akbrautinni, þótt það væri nokkrum metra styttra fyrir hann að labba frá auðu bílastæði, sem hann gat notað!

 

 


mbl.is Mannaskítur og matarleifar í fjallaskála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Já, Ómar, það væri ekki vanþörf á því að ráða umhverfisverði á þessum ferðamannastöðum í óbyggðum, sem gætu tuktað til sóðana.

Aztec, 18.5.2019 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband