Hver óskar þess að hersetu lands ljúki aldrei?

Athyglisvert er að talsmaður Hatara skyldi vera talinn hafa farinn yfir strikið með því að segja að hljómsveitin óskaði þess að hersetu Ísraels á Vesturbakkanum lyki. 

Með þeim ummælum var ekki tekin afstaða til þess, hverjum þessi herseta væri að kenna, eða hvernig hægt væri að aflétta hersetunni.

Reynt var með samningum að koma á friði með tveggja ríkja lausn á tíunda áratugnum, en sú viðleitni var eyðilögð þegar forsætisráðherra Ísraels var myrtur af öfgatrúarmanni í hópi Zíonista. 

Síðuhafa er enn í minni frá æskuárum, þegar Folke Bernadotte greifi, hinn sænski fulltrúi Sameinuðu þjóðanna var drepinn á svipaðan hátt. 


mbl.is Áminntir af Jon Ola Sand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bæði nágrannaríkin, Jórdanía og Egyptaland tóku þá ákvörðun að skipta sér ekki af þessu pólitíska vandamáli, sem skapaðist í kjölfar falls  Ottomanveldisins, og lokuðu landamærum sínum; í austri og vestri. 
Ísrael og Palestína eru dæmd til þess að leysa málið sín á milli. Tekst þeim það?

Kolbrún Hilmars, 18.5.2019 kl. 17:57

2 identicon

Ahmad Mansour er sálfræðingur, fæddur 1976 í arabísku þorpi í Ísrael. Hér lýsir hann m.a. æsku sinni og uppeldi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann fór í háskóla í Tel Aviv og fékk þar "kúltúrsjokk".

Hann fluttist svo til Þýskalands og býr þar nú.                   Im Dialog: Michael Krons mit Ahmad Mansour am 16.09.16               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.5.2019 kl. 20:09

3 identicon

PS. Hér er viðtalið við Ahmad Mansour sem ég ætlaði að benda á. Reyndar er fyrra viðtalið ekki síður fróðlegt fyrir þá sem vilja kynna sér vandamál innflytjenda frá múslimalöndum. 

                 Ahmad Mansour – Psychologe (01.02.2016 Vis A Vis)               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.5.2019 kl. 21:29

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Spurt er: "Hver óskar þess að hersetu lands ljúki aldrei?"

Svar: Arafat.

Ja, eitt svar.  Það eru fleiri.  Hamas græða líka á hersetu.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.5.2019 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband