Hatararar komu vel út. Páll Óskar ruddi braut. Bretar við dyr Brexit.

Þátttaka Íslendinga í Eurovision-keppninni tókst vel og verður vafalaust lengi í minnum höfð. Þátttökuþjóðum hefur fjölgað svo mikið síðan 1986 að 10. sætið núna samsvarar líkast til 6-7. sæti fyrir 33 árum. 

Það kunna að vera skiptar skoðanir á því tiltæki þeirra í lokin að veifa palestinska fánanum þegar færi gafst og atkvæðagreiðslunni hvort eð er lokið, en í atriði Madonnu sást fánanum líka bregða fyrir, að vísu ásamt ísreelska fánanum. 

Sjá má skrif um að það að veifa líka fána samkynhneigðra sýni barnaskap, því að hjá Hamas ríki andúð á samkynhneigð, en það þarf ekki að vera nein mótsögn í því að sýna Palestínumönnum almennt samúð og einnig samkynhneigðum. 

 

Spennan, sem þessi þátttaka þeirra skóp vegna ótta um að þeir gætu misstigið sig, var mikil allt til enda, en fáninn hjá Madonnu verður vonandi til þess að hvort tveggja fánaatriðið verði ekki til alvarlegra eftirmála. 

Atriði Hatara á eftir að vera í minnum haft sem djarft, frumlegt, beinskeytt og vel gert, og líta má á það sem vel heppnaða för í fótspor Páls Óskars Hjálmtýssonar á sínum tíma, sem braut blað í sínum efnistökum. 

Stórþjóðirnar Þýskaland og Bretland máttu muna sinn fífil fegri, og enda þótt bæði ríkin fengu það gefið á silfurfati að vera með úrslitunum, mátt sjá Bretland neðst allra, og þar með á tæpasta mögulega vaði varðandi það að úr verði Brexit. 

En þetta er nú skrifað í hálfkæringi og má ekki taka alvarlega.  

 


mbl.is Veifuðu palestínska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn samnefnari milli palestinsku þjóðarinnar og Hamas. Ekkert frekar en milli írsku þjóðarinnar og IRA á sínum tíma. Tilvera Hamas samtakanna byggir á ranglæti rétt eins og öll önnur hryðjuverkasamtök . Hatrið verður ekki sigrað nema réttlætinu sé framfylgt. Í þessu tilfelli að hernámi ísraelsmanna verði hætt og þeir dragi sig til baka að þeim landamærum sem voru ákveðin af sameinuðu þjóðunum 1949.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.5.2019 kl. 07:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hatrið mun sigra. Hverjir sögðu þetta?

Halldór Jónsson, 19.5.2019 kl. 08:04

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar alltaf góður. Ég verð að segja að þetta var stjórnleysi og heimski þessara eurovision barna sem við sendum. Hvort það verði eftirköst eða ekki þá verður þetta atvik greipt inn í Ísraelsku  þjóðarsalina. Það er hers ástand í Ísrael og hefir verið reyndu að gera þér í hugarlund ef Palestínumaður kæmist yfir landamæri með flagg sá  yrði annað hvort skotin til bana eð ef hann yrði heppin settur í fangelsi. Herlög eru engin barnalög og ég hef komið nokkrum sinnum til Ísrael svo mér er þetta ljóst

Þjóð sem var myrt í milljónavís án þess að gera né geta gert neitt mun vera í sálarháska gagnvart sjálfri sér vegna þess að hún gat ekki brugðist við þjóðarmörðum eins og við í dag við fósturdeyðingamálunum sem munu vera þar til við erum nógu mörg til að verja ófæddu börnin okkar.  

Valdimar Samúelsson, 19.5.2019 kl. 09:16

4 identicon

Valdimar. Það var heimska að vera yfirleitt að taka þátt í þessari keppni í Ísrael. Það er rétt að gyðingar voru drepnir í milljónavís í seinni heimstyrjöld og friðþæging evrópu var að stuðla að stofnun Ísraelsríkis. Það réttlætir hinsvegar ekki að fólk í palestínu sé svipt landsvæði sínu og stökkt á flótta. Hatrið finnur sér alltaf farveg ef á að leysa það með öðru óréttlæti. Núverandi leiðtogi Burma ( Mjanmar) fékk friðarverðlaun nóbels fyrir nokkrum árum. Og hvernig hefur hún svo hagað sér eftir að hún fékk völdin?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.5.2019 kl. 10:01

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Vel og skynsamlega mælt Ómar, en afhverju í ósköpunum krefjast vestrænar þjóðir ekki þess að friðargæslusveitir S.Þ. Hafi umsjón með framvindu mála í þessu óhuggulega sköpunarverki sínu?

Jónatan Karlsson, 19.5.2019 kl. 10:26

6 identicon

Ahmad Mansour er palestínskur sálfræðingur, fæddur í litlu Arabaþorpi í Ísrael árið 1974.

Í sjónvarpsviðtali segir hann frá æsku sinni. Hann lýsir lífinu í þorpinu og samheldni íbúanna í gleði og mótlæti og hann hann minnist margs með hlýju.

En hann lýsir einnig annari hlið á samfélaginu, segir t.d. að amma hans hafi verið neydd í hjónaband 13 ára gömul. Hann segir líka frá því að maður barði brúði sína til ólífis á brúðkaupsnóttinni af því að hún var ekki óspjölluð mey, það þótti reyndar frásagnarvert.

Hann segir frá uppistandinu þegar hann, 6 ára gamall, fór að leika sér með 5 ára stelpu úr nágrenninu, þetta þótti hin mesta óhæfa enda var hann lúbarinn fyrir það. Reyndar voru barsmíðar daglegur þáttur í uppeldi hans.

Hann sá foreldra sína aldrei sýna hvort öðru nein blíðuhót, enda var allt, sem var kynferðislegt, tabú og algerlega þaggað niður.

Feðraveldið var algert og kynin sundurskilin. Ungar stúlkur, sem höfðu verið aldar upp við að hylja allan líkama sinn, upplifðu það svo á brúðkaupsnóttinni að vera afklæddar af brúðgumanum, sem hafði verið valinn handa þeim, og teknar með valdi.

Svona upplifði Ahmad Mansour æsku sína á níunda áratugnum og það er ekki ástæða til að ætla að siðirnir hafi breyst síðan.

Það er þessi siðmenning sem margir múslimskir innflytjendur eru að flytja með sér til Evrópu. Þeir vilja hafa sem minnst samneyti við heimafólkið, skipa dætrum sínum að bera höfuðklúta, banna þeim að fara í sund og banna þeim önnur eðlileg samskipti við skólafélaga sína. Þetta kallar Ahmad Mansouri "rasisma".

Margir Evrópubúar hafa snúist öndverðir gegn þessum innflytjendum, sumir með hörku. 

En svo eru margir aðrir sem vilja sýna þessu fólki fullt umburðarlyndi, bjóða það velkomið með alla sína siði og kalla þá sem hafa horn í síðu þess "rasista".

Það má segja að þessi innflytjendamál hafi undanfarið sett Evrópu á annan endann. Í lok mánaðarins fara fram kosningar til Evrópuþings. Þar eru þessu mál efst á baugi.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.5.2019 kl. 15:37

7 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Burt með Ísrael úr Eurovision og Ástralíu líka. Þetta eru ekki Evrópuþjóðir. Alveg með ólíkindum að þessi lönd skuli vera þarna og hvað þá að ibba gogg eins og Ísraelar.

Ragna Birgisdóttir, 19.5.2019 kl. 15:37

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Telur þú Ómar minn að Hatarar komi vel út núna þegar fólk lætur í ljós vanþóknun sína á Heimsvísu.

Hvað skildu RÚV menn segja mikið um þær fréttir.   

Valdimar Samúelsson, 19.5.2019 kl. 17:57

9 identicon

Þetta fólk sem lætur andúð sína á heimsvísu eru mjög sennilega fólk úr " Vinir Ísraels" sem nærist á hatri á palestínumönnum og aröbum. Allir aðrir hlæja að þessum öfgakenndu viðbrögðum við þessum gjörningi Hatari.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2019 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband