Manni skilst að á heimsvísu sé flugið með einhvers staðar í kringum 15% af losuninni í samgöngum og bílarnir með miklu meira.
En við erum eyþjóð langt frá öðrum löndum, og getum því ekki ferðast til annarra landa með lestum, rafknúnum bílum eða öðrum umhverfismildum bílum.
Tæknilega er það aðeins eitt atriði sem kemur í veg fyrir að flugið rafvæðist; rafhlöðurnar.
Sjálfur rafhreyfillinn er draumur í dós, og ef orkugjafinn fyrir hann væri jafn léttur og jarðefnaeldsneyti, væri fljótlegt að rafvæða flugið.
En þyngdin á orkunni, sem samgöngutæki þurfa að burðast með, er 8-10 sinnum meiri ef um rafmagn er að ræða en er á jarðefnaeldsneyti.
Flugið snýst um að lyfta þyngd upp í hæð og glíma við loftmótstöðuna sem myndast við burð vængjanna, en lestir þjóta að mestu leyti áfram lárétt.
Á móti ókostum þess að vera svona langt úti í hafi kemur hins vegar að meirihluti orkuframleiðslunnar innanlands er frá endurnýjanlegum orkugjöfum, sem standast kröfur um sjálfbæra þróun.
Losunin frá flugi allt að þrefalt meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef þú lest fréttina sem þú vitnar í þá kemur fram að stórum hlutum losunnar vegna flugs í Evrópu (líklega Ameríku líka) er einfaldlega sleppt.Viðmælandi fréttamanns telur losunina vera tvö til þrefalt meiri.
Ef 15% minnistalan sem þú nefnir kemur úr svipuðum gögnum þá mætti þar með ætla að heildar losunarhlutfall flugs nálgaðist að vera 30% til 45% af heildarlosun í samgöngum.
"Sú losun sem gerð er upp vegna flugsins á eingöngu við um flug innan EES svæðisins og tekur því ekki á heildarlosunar flestra flugrekenda, þar sem t.d. Ameríkuflug er ekki innan gildissviðs kerfisins eins og er. Margrét Helga segir af þessu sökum geta verið erfitt að meta flugið, þar sem heildarlosunartala liggi ekki fyrir.
Spurð hversu miklu hærri hún telji þó heildarlosunina vera segir hún: „Ég geri ráð fyrir að það megi vel tvö- til þrefalda hana til að fá heildarlosunina.“"
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 21.5.2019 kl. 07:58
Annars er fréttamaðurinn greinilega að misskilja viðmælanda sinn sem talar um skort á gögnum varðandi Ameríkuflug frá Evrópu og losunin sé því 2 til 3 svar sinnum meiri þar. Fréttamaðurinn notar þessa áætlun sem fyrirsögn um að losunin á Íslandi sé þar með eins vantalin hvar langstærsti hlutinn er þó vegna úthafsflugs.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 21.5.2019 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.