DC-3, þristurinn, gerði áætlunarflug mögulegt sem almenningur gæti veitt sér.
Eisenhower, yfirhershöfðingi Bandamanna á vesturvígstöðvunum nefndi nokkur vopn eða tæki, sem hefði átt stærstan þátt í sigri þeirra yfir Öxulveldunum.
Auk þristsins, voru það kjarnorkusprengjan, T-34 skriðdreki Sovétmanna og jeppinn.
Flugsaga Íslands geymir eitt af tíu merkustu atvikunum í sögu Þristsins.
Það var þegar DC-3 Dakota skíðaflugvél, sem átti að bjarga áhöfninni af Geysi ofan af Vatnajökli í september 1950, komst ekki á loft, var skilin eftir, en nokkrir vaskir menn á vegum Loftleiða fóru upp á jökulinn sumarið eftir, grófu vélina upp úr tíu metra djúpum snjó, drógu hana ofan af jöklinum, tók skíðin undan, komu hreyflunum í gang og hófu hana til flugs til Reyjavíkur.
Þeir græddu svo mikið á þessu einstæða afreki, að það bjargaði Lofteiðum fjárhagslega og varð undanfarinn að Loftleiðaævintýrinu svonefnda.
Meðal annarra atvika á lístanum var að troða rúmlega sjötiu manns inn í Þrist í stríðinu og bjarga þeim -
- að setja kókosolíu á olíulausan Þrist í stríðinu og fljúga honum,
- að gera þannig við skemmdan Þrist, þar sem annar vængurinn var ónýtur, að setja á hann minni væng af DC-2 og fljúga honum þannig.
Sú vél var kölluð í gamni DC-tveir og hálfur.
Þetta er einstakt tækifæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.