Ruslið meira að segja beint framan í andlitið.

Maður hélt hérna í gamla daga þegar maður gekk um fjörurnar norður á ströndum og sýndi um kvöldið þann dæmalausa óhroða, sem þar lá, að þessar hrikalegur myndir, sem vöktu mikla athygli, myndu hafa einhver áhrif. 

En árin liðu og áratugirnir og það var í raun ekki fyrr en Tómas Knútsson stofnaði Bláa herinn og fékk verðlaun fyrir á degi íslenskrar náttúru sem verulegur skriður virtist vera að byrja í þessum málum.

Samt er það svo að maður getur fengið ruslið beint i andlititð þegar maður á þess síst von.

Á leið eftir þjóðvegi 1 í gær, til þess að fara að opna Sauðárflugvöll á Brúaröræfum, kom á móti mér stór flutningbíll og um leið og hann fór fram hjá dreifðist rusl sem fauk af bílnum og meðal annars lenti sumt á framrúðunni hjá mér svo nokkrir brestir komu í hana. 

Maður hefði kannski haldið að svona væri einsdæmi en því miður eru 3 dagar síðan annað eins gerðist við Gullinbrú í Reykjavík.

Þá fór fram úr mér stór flutningabíll niður brekkuna og stráði rusli yfir götuna á meðan hann hvarf sjónum upp hinum megin.

Engu er líkara en þetta fari í vöxt og væri gaman að heyra hvort fleiri hefðu sömu sögu að segja um ruslmengun og  rusldreifingu.


mbl.is Ekki hagkvæm lausn á sorphirðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband