22.5.2019 | 22:19
Alltaf verður málið sérkennilegra og sérkennilegra
Úrskurður Persónuverndar bætir enn við það hvað Klaustursmálið er algjörlega einstakt og verður æ sérkennilegra eftir því sem það er lengra rekið. Dómsstólar vísuðu því frá að rannsaka málið frekar og enda þótt Persónuvernd teldi upptökuna saknæma og bæri að eyða henni var enginn sektargreiðsla eða refsing gerð.
Sem sagt, það er hægt að halda áfram umræðum um þetta mál þannig að sitt sýnist hverjum og deila um það kannski endalaust.
Bára braut af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætlaðist þú virkileg til að Persónuvernd legði blessun sín yfir að almennt væru einkasamtöl milli fólks hljóðrituð og birt opinberlega?
Ég trúi þessu varla upp á þig sem fyrverandi fréttamann
Grímur (IP-tala skráð) 22.5.2019 kl. 22:43
Hér er kannski smá misskilningur á hugtakinu "saknæmi".
Ólögmæti er ekki það sama og saknæmi.
Niðurstaða Persónuverndar virðist vera á þá leið að þó hin umrædda háttsemi væri ólögmæt, hefði hún þó ekki verið saknæm.
Þess vegna er eðlilegt að ekki hafi verið gerð sekt eða önnur refsing.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2019 kl. 02:18
Já, ekki verður þetta síður sérkennilegt eftir misvísandi fréttir af Báru eftir þennan úrskurð.
Lögmaðurinn segir hana hafa kosið að koma ekki fram í fjölmiðlum í gær vegna þess að hún sé orðin svo þreytt og lasin af þessu öllusaman en Halldór Auðar svarar fyrir hana í yfirlýsingu vegna þess að veiki, blanki öryrkinn var á leið í skreppitúr til London...
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2019 kl. 06:54
Ég játa að hafa í fljótræði jafnað saman saknæmi og ólögmætu athæfi, en beið hinsvegar spenntur eftir áliti persónuverndar eins og fleiru með opinn huga og finnst það ekker óeðlilegt miðað við sviptingarnar, sem oft eru í umræddustu málum samtímans.
Ómar Ragnarsson, 23.5.2019 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.