Hlutföllin eru gerólík því sem gildir um Hvalfjörð.

Helstu hlutföll kostnaðar, sem giltu um Hvalfjarðargöng í upphafi, voru sláandi. 

Stytting akstursvegalengdar um göngin nam 41 kílómetra, þannig, að enda þótt aksturshraðinn um 5,7 km löng göngin væri minni, græddi hver ökumaður um hálftíma á því að aka um göngin, og hlaupandi kostnaður vegna bílsins við að fara fyrir Hvalfjörð var um 2000 krónur. 

Ef miðað var við fullan reksturskostnað bílsins var aukakostnaður við að fara fyrir Hvalfjörð 4000 krónur og tímasparnaðurinn samsvaraði 8 þúsund krónum á klukkustund eða dágóðu kaupi.

Vaðlaheiðargöng stytta þjóðveg númer eitt um 17 kílómetra, en vegna 70 km hámarkshraða í göngunum verður styttingin í tíma minni en ella, jafnvel þótt á kafla í Víkurskarði sé hámarkshraðinn líka  minni en 90 km/klst. 

Líkast til er um að ræða í mesta lagi 10 mínútna tímasparnað við að aka um Vaðlaheiðargöng í stað 30 mínutna við að fara um Hvalfjarðargöng. 

17 kílómetra stytting reiknast sem 850 króna sparnaður miðað við hlaupandi kostnað við rekstur bílsins upp á 50 krónur á ekinn kílómetra, þannig að hver ökumaður stendur frammi fyrir því að spara annað hvort 650 krónur eða 1700 krónur eftir því hvort miðað er við hlaupandi kostnað eða fullan kostnað. 

Í fögru sumarveðri eins og var í gær, missir ferðafólk af mjög fallegu útsýni yfir ytri hlluta Eyjafjarðar ef það fer um göngin í stað þess að koma niður af Víkurskarði á vesturleið. 

Fróðlegt væri að vita hvort munur sé á umferðinni í vesturátt eða austurátt, því að á austurleið er upplifunin líkast til jafnari á milli akstursleiða. 

Ofanskráð gildir um sumarumferðina, en á veturna þarf ekki að ræða um það, hve mikið hagræði er af því að geta ekið um þessi nýju göng. 

Göngin færa Húsavík 17 kílómetra nær Akureyri en áður var og það er það mikill munur, að með tilkomu ganganna séu Húsavík og Akureyri orðin að einu "virku borgarsvæði" eða atvinnusvæði allt árið. 


mbl.is Fleiri fara um Víkurskarð en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband