25.5.2019 | 18:41
Einu sinni var Prins Póló sagt vera megrunarkex.
Áður en skylt var að setja upplýsingar um innihald og hitaeiningar á matarumbúðir gengu oft hinar furðulegustu sögur um matvæli manna á meðal.
Einni þeirra trúðu margir árum saman, en hún var sú að í "þjóðarréttinum" Prins og Kók væri Kókið margfalt meira fitandi en Prinsið, sem væri í raun hugsað sem megrunarkex.
Auðvitað hefðu flestir átt að geta vitað betur, því að í kexinu var bæði um súkkulaði og sykur að ræða.
Síðan birtust sannindin þegar merkingar komu til sögunnar: Í 100 grömmum af kóki eru 42 hitaeiningar en í 100 grömmum af Prins Póló eru 526 hitaeiningar eða rúmlega tólf sinnum meira!
Í gosdrykkjum eins og appelsíni eru álíka margar hitaeiningar og í kókinu, en í nýmjólk, sem á tímabili var umrædd sem skelfilegur fituskaðvaldur eru 67 hitaeiningar í 100 grömmum, eða átta sinnum minna en í súkkulaðikexi og súkkulaðivörum.
Fitan í 100 grömmum af mjólk er 3,9 grömm, en í súkkulaðikexinu 29 grömm, eða meira en sjö sinnum meira!
Matur sem er ekki eins hollur og þú heldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.