30.5.2019 | 19:44
Stórgott framtak en mikilvægast er að ná árangri sem fyrst.
Sókn þjóðarinnar til kolefnisjöfnunar fer aðallega fram á tvennan hátt hvað snertir almenning.
Annars vegar felst það í að ráðast beint að útblæstrinum þar sem hann á sér stað með því að minnka fótsporið með útskiptum á farartækjum.
Því fyrr sem þetta tekst, því betra, því að aðgerðin svínvirkar strax. En það er afar mikilvægt, því að mestu skiptir fyrir framtíðina að umskiptin verði sem allra fyrst.
Síðan er líka að geta aðgerða eins og hjá Orkunni að stuðla að kolefnisjöfnun með endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt.
Af þessu þrennu þarf að vísu að bíða í áratugi eftir að skógurinnm, sem plantaður er, verði fullvaxinn, en engu að síður mun það gagnast þótt síðar verði.
Kolefnisjöfnun í gegnum eldsneytisdælu getur verið tilvalin fyrir eigendur tengitvinnbíla, sem neyðast til að nota eldsneyti að hluta til í bland við raforkuna og geta því útvíkkað minnkun kolefnissporsins.
Geta kolefnisjafnað eldsneytiskaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar ég mun nota repjuolíu á díselanna eða metan gas ef ég ætla að keyra bensínbílanna og eins ættu allir á Íslandi að gera.
Menn eiga að kaupa dísil bíla fyrir framtíðina og sleppa rafmagnsbílunum þangat til það er búið að koma vetninu í þolanlegt horf. Það að ætla fólki að bíða í klukkutíma eða meir er algjör fjarstæða nema fyrir ellihlunka eins og okkur. Manst þú ekki eftir barnaþrælkunni í Kongó núna...
Það er nokkrar lausnir aðrar en að rukka kolefnagjald en í dag snýst málið aðallega um það. Nota metan þá minnkar það útgufun gróðurhúsagassins.
Valdimar Samúelsson, 30.5.2019 kl. 21:49
Og á barasta að treysta stjórnmálamönnunum fyrir skynsamlegri dreifingu gjaldanna af kolefnisjöfnuninni? Er ekki í lagi með þig Ómar?! Þessu rusli, altso pólitíkusunum, er andskotans sama um alla jöfnun, pólitíska eða kolefnis, svo lengi þeir jafni sig sjálfa.
Hræsnin, undirlægjuhátturinn og allt að því portkonuhegðun stjórnmálaelítunnar og embættismannaruslaraliðsins er alveg við það að deyða skynsamlega umræðu um alvarlegan hlut. Hvernig getum við dregið úr mengun!!! Varla finnst nokkur manneskja andvíg því að komast að því, en umræðunni er ávallt neint á brautir rugls og þvælu um útgjöld eða kolefnisspor. Umræðan er orðin meiri mengun, en mengunin.
Halldór Egill Guðnason, 31.5.2019 kl. 04:59
Hérna á þessum sama tíma og OR 3 pakkin er hér þá eru ESB líka að flækja Íra í raforkuvef sinn. Þetta youtube er 6 mín langt og þess virði að skoða það mál https://youtu.be/ntJHSIMN2_s
Valdimar Samúelsson, 31.5.2019 kl. 05:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.