Aron og Ólafur, hálft liðið og allt spilið.

Aron Pálmarsson er einn af fáum leikmönnum, sem getur verið ígildi helmings heils handboltaliðs þegar hann nær sér á strik inni á vellinum. 

Nú nýlega átti hann þvílíkan stórleik í fyrri hálfleik landsleiks, að Einar Örn Jónson gat ekki orða bundist í notkun stóryrða um þennan einstaka glæsileiks á öllum sviðum, sem Aron bauð upp á. 

Öll mörkin í næstum hálftíma komu í gegnum Aron á einn eða annan hátt, ýmist með uppsetningu á frábærum leikfléttum, sem gáfu mörk, snilldar línusendingum eða flugeldasýningu hans sjálfs í skotum sem sungu í netinu. 

Í hugann kemur helst Ólafur Stefánsson þegar hann var upp á sitt besta, ekki aðeins hjá íslenska landsliðinu, heldur ekki síður hjá Evrópumeistaraliði Magdeburg. 

Úrslitaleikurinn í mótslok verður ógleymanlegur fyrir þá sök, að Ólafur var allt í öllu og bókstaflega bjó allt til í því sem þurfti til að vinna stórkostlegan sigur. 

Síðuhafi man ekki eftir því að hafa séð annað eins í handbolta. 


mbl.is Magnaður Aron fékk brons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærir leikmenn báðir tveir en samt mjög ólíkir karekterar

Grímur (IP-tala skráð) 2.6.2019 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband