8.6.2019 | 10:04
Nýir, djarfir og öflugir straumar hjá konunum.
Gaman er að sjá og heyra til framsækinna kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins. Það var fyrir löngu kominn tími til að slíkt gerðist.
Og það gleður síðuhafa að hafa á sínum tíma átt smá þátt í að skapa slíka stemningu með því að setja saman textann "Ég á mig sjálf", sem varð með tímanum ekki aðeins að einu þekktasta lagi Þuríðar Sigurðardóttur í kraftmiklum og mögnuðum flutningi hennar, heldur eins konar stemningar- og baráttulag íslenskrar kvenna.
Lög eins og "Woman is the nigger of the world" ruddu braut nýrri sýn í jafnréttismálum víða um lönd, og ennþá er þörfin svo æpandi fyrir breytingar meðal hinna fátækari þjóða heims, að skelfing er að horfa upp á það þegar komið er til þeirra landa og ferðast um þau.
Veistu hvað ég heiti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.