Hver maður á hjóli með ökuréttindi á bíl skapar rými fyrir einn bíl.

Greinilegt er af samræðum síðuhafa á vespuhjóli sínu við ýmsa bílstjóra, sem verða á vegi hans, sýna, að mjög skortir á að allir hafi hugsað samspil bíla og hjóla í umferðinni til fulls.Vélhjól í Barcelona

Sum af þessum samtölum hafa farið fram á þann veg, að bílstjóri, sem bíður eftir grænu ljósi á gatnamótum, þar sem ég hef beðið samhliða honum eftir grænu ljósi, hefur rúllað niður hliðarglugga og skammast yfir veru minni og skipað mér að hunskast aftast í bílaröðina fyrir aftan okkur. Þar beri mér að vera. 

Ég hef svarað þessu á þann veg að vespan (Honda PCX 125 cc) sé fullgild í umferðinni á við bíl, geti farið á hverjum löglegum hraða sem er um vegakerfið og sé tryggð til fullnustu. Vélhjólastæði í Barcelona

Þar að auki hafi vélhjólamaður, sem fer þannig í gegnum umferðina að hann trufli ekki nokkurn mann né raski stöðu hans í raun orðið til þess að skapa rými fyrir einn bíl. 

Ef vélhjólamaðurinn væri á bíl, myndi hann taka upp fullt rými fyrir þann bíl. 

Ekki þarf annað en að vera á ferð í erlendri borg, eins og síðuhafi er nú, til að sjá hvílík gagnsemi fyrir umferðina í heild felst í því að ekki séu allir á ferð á fullstórum bíl. 

Víða má sjá sérstök stæði fyrir vélhjól, þar sem fimm vélhjól taka álíka mikið rými og einn bíll. Vélhjól í Barcelona (2)

Í raun á hið sama við ef maður með réttindi til aksturs bíl ferðast reiðhjóli, rafreiðhjóli, rafmagns- eða bensínknúinni vespu um hjólastíga með 25 km hámarkshraða, ekur ekki á bíl sínum, heldur á ökutæki utan bílvegakerfisins. 

Af þeim sökum er full ástæða til að bæta stígakerfið, sem víða er bæði lélegt, ófullkomið og óhentugt þótt miklar framfarir hafi orðið í lagningu hjólastíga. 

Þess má geta að á leið í bíl um hraðbraut við Lyon í Frakklandi fyrir nokkrum árum, varð klukkustundar töf við borgina vegna umferðarþungans sem þar var. 

Til gamans og fróðleiks kastaði ég tölu á vélhjól sem smokruðu sér í gegnum þröngina í hálftíma, og voru hjólin 78 með rúmlega 100 manns. 

Ef þetta fólk hefði ekki valið þennan ferðamóta, hefðu verið 78 fleiri bílar í kösinni og töfin lengri. 

 


mbl.is Leggja 2,4 kílómetra af hjólastígum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband