"Beltið og axlaböndin" eru viðurkenning utanríkisráðherrans.

Fylgjendur 3. orkupakkans þurfa að útskýra hvers vegna Guðlaugur Þór Þórðarson líkti fyrirvörunum í þingsályktun um pakkann sem "belti og axlaböndum." 

Og þeir þurfa líka að útskýra orð Baudenbachers um að "stjórnmálaleg óvissa" fylgdi beltinu og axlaböndunum og orð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst um að "stjórskipuleg óvissa" fylgdi beltinu og axlaböndunum. 

Þessi ummæli benda eindregið til þess að fara eigi út í óvissuferð með orku landsins, sem er ekki síður stór auðlind en fiskurinn í landhelginni. 

Þegar EES samningurinn var gerður, var það algert og tryggt skilyrði, að auðlindin væri örugglega í íslenskum höndum. 

Fylgendur með það að stunda áhættuspil með orkuauðlindina skulda þjóðinni útskýringu á því, af hverju ekki er hægt að hafa ákvæði um eignarhald Íslendinga á orkuauðlindinni eins skýra og ófrávíkjanlega og eignarhaldið á fiskveiðiauðlindinni.  


mbl.is „Þér er ekki boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fiskveiðiauðlindin verður næst - og síðust.  Landbúnaðurinn er fallinn, nú er orkan að falla og ekkert eftir nema fiskurinn.  Sennilega fáum við þó að halda eldfjöllunum.  En hver veit nema þau megi selja líka. 

Kolbrún Hilmars, 8.6.2019 kl. 17:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flosi Ólafsson orti og söng hér um árið: 

"Seljum fossa og fjöll; 

föl er náttúran öll; 

og landið mitt taki tröll." 

Ómar Ragnarsson, 8.6.2019 kl. 21:28

3 identicon

Íslenskir stjórnmálamenn

...

eru því flestir ókeypis

en ódýrir þeir sem betur mega.

SH (IP-tala skráð) 8.6.2019 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband