Slæmar fréttir fyrir okkur. Við verðum að vinna Tyrkina!

Tyrkneska landsliðið niðurlægði heimsmeistara Frakka í undankeppni HM í kvöld.

Á hinum óhemju sterka heimavelli sínum náðu Tyrkir slíkum heljartökum á heimsmeisturunum, að það var fyrst eftir 65 mínútna leik í miðjum síðari hálfleik, sem Frakkar náðu að skjóta á tyrkneska markið. 

Aðeins tvö efstu liðin í riðlinum komast á HM og ekki er hægt að gera sér vonir um umspil eða aðra leið til þess að láta HM-drauminn rætast í annað sinn. 

Þótt Frakkar hafi steinlegið í kvöld, er ólíklegt að þeir muni láta okkur Íslendinga komast upp með múður í leikjunum við okkur.  

Eina von okkar sýnist því að vera sú að vinna Tyrki og hinar þjóðirnar, og lífsnauðsynlegt að vinna Tyrki á heimavelli okkar á þriðjudag, því að í síðari leiknum við þá úti í Tyrklandi eiga í áhorfendunum á heimavelli sínum eitthvert allra magnaðasta stuðnigslið, sem til er. 

 


mbl.is Ógnarsterkir Tyrkir skelltu Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband