9.6.2019 | 17:01
Einn af þeim stóru á alla mælikvarða.
Helgi Tómasson er eitthvert fegursta dæmið í sögu okkar litlu þjóðar um það hvernig maður frá einu afskekktasta byggða bóli heims kemst til ítrustu frægðar og frama fyrir eigin verðleika í hinum stóra heimi.
Síðuhafi hefur lengi haldið upp á litla sögu af honum, sem honum var sögð að væri sönn, en segir mikið.
Blaðamaður spurði Helga:
"Hver er besti ballettdansari í heimi?"
Helgi tregðast við að svara en blaðamaðurinn gefur sig ekki og spyr:
"Er það kannski Nurejev?"
Helgi svarar:
"Það er ekki hægt að svara svona stórri spurningu. Við erum þrír."
Ekkert minna en það besta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er allavega mjög frægur á Íslandi þó hann komist ekki á top listana í útlöndum.
https://www.ranker.com/list/famous-male-ballet-dancers/reference
Vagn (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.