10.6.2019 | 21:32
Hvaða áhrif höfðu tölvuárásirnar á flugumferðina?
Þannig vildi til að á sama tíma sem tölvuárásin á vefsíðu Isavia stóð í dag, var síðuhafi kominn út í brottfararrana á Barcelonaflugvelli til að fara um borð í þotu Norwegian air.
Í fyrstu voru verðandi farþegar beðnir um að bíða þar til hægt yrði að fara af stað, en eftir að beðið hafði verið í um klukkustund fram yfir brottfarartímann var farþegun gert að fara í gegnun þvera og endilanga flugstöðina að öðrum brottfararstað.
Þar tók ekki betra við, ekkert bólaði á brottför og að lokum var farþegum tilkynnt, að flug til Íslands hefði verið fellt niður og frestað til morguns.
Var öllum smalað á veitingastað en síðan um borð í rútu, sem flutti þá 74 kílómetra norður fyrir Barcelona í strandbæinn Calella á hótel sem heitir Marblá (!), sem virkaði fyndið á okkur í ljósi þess að á leiðinni var ekið í gegnum bæinn Montgat (!)
Gæti það verið íslenskt nýyrði fyrir munn á söngvara sem er góður með sig.
Hvað segir Baldvin Jónsson hinn mikli fimmaurabrandarameistari um það?
Þegar loks er komið hér í ró í Calella eru liðnar fimm klukkustundir síðan áætluð brottför átti að verða.
Fréttir dagsins og þessi staða vekja ýmsar spurningar.
1. Geta flugstjórar gert flugáætlun til lands lengst úti í norðurhöfum á flugvelli sem engar formlegar upplýsinnar er hægt að fá frá?
2. Er hugsanlegt að Ísland freisti tölvuhakkara eða erlendra afla sérstaklega vegna smæðar sinnar og þess, hvað hægt er að gera mikinn usla í ljósi þeirrar einhæfni, sem samgöngur landins búa yfir?
3. Var frestun flugs til Íslands í dag þess eðlis, að hún hefði hvort eð er orðið að veruleika, burtséð frá tölvuárásunum?
4. Sagt hefur verið að enda þótt Kalda stríðinu sé lokið sé að breiðast út ný tegund stríðs, sem kalla mætti tölvustríð og birtist meðal annars í ótrúlega fjölbreyttum aðferðum á margvíslegum vettvangi. Þurfa íslensk stjórnvöld ekki að vera sérstaklega á varðbergi vegna smæðar landsins og sérstöðu að mörgu leyti?
Tvær tölvuárásir gerðar á vefsíðu Isavia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki eitthvað mikið athugavert við tölvubúnað ISAVIA úr því að hægt er að stöðva allt flug til landsinns af einnhverjum hökkurum Mætti segja mér að það væru lélegar varnir á þeim bæ.
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.6.2019 kl. 14:43
Netárás árás á öll aðildarríkin - mbl.is
Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2019 kl. 17:26
Vefsíða Isavia tengist á engan hátt þeim upplýsingakerfum sem notuð er í fluginu, hún er ekki einu sinni hýst af Isavia. Frestun dagsins tengdist því á engan hátt þessari árás.
Ef þjóðríki út í heim vilja ráðast á okkur þá gera þau það, við munum aldrei ná að verjast þeim árásum. Lestu þér til um Stuxnet til að fá smá innsýn inn í þann veruleika sem alvöru tölvuárásir eru.
https://en.wikipedia.org/wiki/Stuxnet
Karl K (IP-tala skráð) 17.6.2019 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.