Spurningar og svör inni í á vellinum, takk!

Saga íþróttanna geymir mörg dæmi um það þegar ýmis atriðið utan vallar hafa orðið að stórum atriðum í leikjum eða bardögum. 

Þannig varð gæludýr George Foreman honum að fótakefli í bardaganum við Ali í Saír vegna þess að um var að ræða hund af sama kyni og Belgar notuðu í illræmdri kúgun þeirra á íbúum Kongó. 

Slakir kaðlar við hringinn urðu líka að miklu umræðuefni varðandi það hvort þjálfari Ali, Angelo Dundee, hefði látið slaka á þeim fyrir bardagann svo að Ali gæti notað þá til þess að halla sér út úr bestu bardagafjarlægð Foremans. 

Ýmis ummæli Alis utan vallar og fyrir bardaga hans orkuðu mjög tvímælis og urðu fyrirferðarmikil í umræðunni.  

Nú virðast uppþvottabursti og störf tollvarða í Leifsstöð, auk tölvuárása á kerfi Isavia og KSÍ stefna í að yfirskyggja leikinn sjálfan, sem fer senn að hefjast á Laugardalsvelli. 

Vonandi verður það knattspyrnan sjálf, sem leikin verður í leiknum, sem verður aðalatriðið í þessum mikilvæga leik. 

Spurningar og svör inni á vellinum, takk!

 


mbl.is Hefnd fyrir móttökurnar í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband