Gamalkunnug eftirsókn í að sækja að öryrkjum.

Nú eru að birtast tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun næstu ára í ljósi breyttra aðstæðna. 

Gamalkunnugt stef birtist umsvifalaust: Að ná í peninga með því að hafa það af öryrkjum, sem til stóð að þeir fengju og verði um að ræða að ná milljörðum af þeim.  

Og nú heyrist ekki betur en að lagt sé til á Alþingi að hækka beri laun þingmanna og þá sérstaklega þeirra sem stofna nýja stjórnmálaflokka!  

Alveg upplagt að nota peningana, sem á að ná af öryrkjunum til að hækka laun þingmannanna, sem verið er að ræða um núna á Alþingi. 

Og samt er nýbúið að stórhækka framlög til þingmanna og veita stórauknu fé til kostnaðar vegna aðstoðarmanna þeirra. 


mbl.is Milljarðalækkun framlags til öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband