24.6.2019 | 07:01
Mikið í húfi fyrir auðræðið.
Ekki veit ég hver fyrstur notaði orðið "auðræði" um það vald sem áður var oft kallað auðvald eða veldi kapítalsins, en ég heyrði fyrst Jón Baldvin Hannibalsson nota þetta orð þegar hann var að skilgreina grunninn og undirrót að því ástandi heimsmála nútímans, sem skóp ekki aðeins efnahagshrunið 2008 heldur ræður öllu um gang heimsmálanna í hvívetna.
Inni í því er falið hve vanmegna stjórnmálamenn og aðrir ráðamenn þjóðanna eru í mikilvægustu málum okkar tíma; rányrkju auðlinda jarðar, sem sífellt færri og ríkari auðjöfrar ráða, og yfirþyrmandi vald auðræðisins skapar getuleysið andspænis loftslagsvandanum.
Eftir því sem auðræðið vex og vex teygir það anga sína æ víðar.
Ein birtingarmyndin kemur fram í hagsmunum þeirra, sem eiga veldi sitt undir því að sem minnstar breytingar verði á rekstri og efnahagslífi þjóðfélagsins og kemur líka fram í því, að helst verði snúið til baka til þess tíma þegar bruðlþjóðfélagið blómstraði hvað best.
Hagsmunir handhafa auðræðisins birtast alls stðar, til dæmis í því að koma í veg fyrir umbætur, líkt og þingmenn republikana gera nú í Oregon í Bandaríkjunum.
Þingmenn fela sig fyrir lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er snúið hvað gera skal í lýðræðisþjóðfélagi þegar menn telja sinn málstað bestan en hafa ekki meirihluta á þingi. Að aftengja lýðræðið með einhverjum hætti með því að hindra að kosnir fulltrúar íbúanna fái að ráða er ein leið. Sem svo má krydda með því að kenna illum öflum um andstöðuna.
Vagn (IP-tala skráð) 24.6.2019 kl. 09:17
Það fyrirkomulag sem kemst fjærst því að kallast auðræði er kommúnismi en hann virðist á engan hátt betri og flesta vegu verri gagnvart umhverfi. Það er þá helst í vangetunni við að nýta auðlindirnar sem mætti segja hann skárri en hið kapítalíska form gagnvart umhverfi.
Í frjálsu lýðræðis þjóðfélagi liggja þó helst möguleikarnir á að snúast gegn agnúum auðræðisins.
Verst er þegar afleiður sósíalismans taka höndum saman við auðræðið, sumir kalla það Blairisma en aðrir einfaldlega ESB.
Hér kemur þetta best fram nú stundir í baráttunni gegn orkupakka 3.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 24.6.2019 kl. 10:14
Omar afsaka en annað mál. Þú mannst eftir Tryggva sem var með flugfélag á Akureyri. Átti flottan Beech 18. Er það sami Tryggvi sem Bloggar stundum hér og hvernig finn ég hann. :-)
Valdimar Samúelsson, 24.6.2019 kl. 10:32
Ómar heilin fór í gang. Tryggvi Helgason. Þakka samt.
Valdimar Samúelsson, 24.6.2019 kl. 10:44
Til gamans má geta þess að fyrsti maðurinn sem ég heyrði tala um ¨Plutokratie¨, þ.e. auðræði, hét Joseph Goebbels.
Ekki veit ég hvort Jón Baldvin hefur tekið þetta hugtsk upp eftir honum.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.6.2019 kl. 11:32
Hörður! Heyrðir þú Göbbels oft tala um plútókratí? Hvenær? Hvar?
Afsakaðu forvitnina, en þeim fer fækkandi sem muna eftir Göbbels.
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 24.6.2019 kl. 16:05
Sæll Ómar.
Áhugamenn um auðræði
og Joseph Goebbels geta flett
þessum tilvitnunum upp og
fundið nokkur þúsund til viðbótar:
22. jan 1940
Der deutsche Volkskrieg gegen die west¬
lichen Plutokratien.
1. mars 1940
Schluß mit der plutokrati-
schen Welttyrannei.
15. mars 1940
Die Plutokratie demaskiert sich.
10. april 1940
Die Plutokratie muß jetzt die Suppe auslöf¬
feln, die sie sich eingebrockt hat.
11. september
Opfer der Plutokratie! Wir arbeiten darunter mit
dem Geheimsender.
Ausdruck der Dankbarkeit von-
seiten der Plutokratie.
Die Plutokratie ist der Krebsschaden dieser Staaten.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.6.2019 kl. 16:49
Ómar, fyrir forvitni: í hvað ertu að vísa varðandi Oregon fylki?
Egill Vondi, 24.6.2019 kl. 22:43
Ég geri ráð fyrir að síðuhafi sé að vitna í að Repúblikanar gengu úr þingsal til að koma í veg fyrir lagasetningu þar varðandi gróðurhúsáhrif. Þeir hafna þeissu frumvarpi vegna þess að þeir halda því fram að þessi löggjöf mun koma illa niður á landsbyggðini. Nú er ríkisstjóri Oregon að senda lögreglu á eftir þingmönnunum til að færa þá í hús.
https://www.cbsnews.com/news/oregon-republicans-climate-change-bill-lawmakers-walk-out-of-state-legislature-as-governor-orders-police-round-up/
Egill Vondi, 26.6.2019 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.