Aftur til upphafsins?

Hér á síðunni var leitt að því líkum í upphafi Boeing 737 Max málsins, að það mál myndi hugsanlega ekki leysast fyrr en farið væri alla leið aftur til upphafsinsm sem hefðí verið það að troða of stórum hreyflum á þessa hálfrar aldar gömlu hönnun og reyna að fást við afleiðingarnar af því með því að bæta í vélina flóknu tölvustýrðu öryggiskerfi, sem aðrar þotur gætu verið án. 

Tekin var til samanburðar hönnun smávélar, Cessna 162, sem settur var þyngri hreyfill í en í aðrar sambærilegar vélar, sem allar voru í flokki LSA, léttflugvéla með 1320 punda hámarks heildarþyngd. 

Þrátt fyrir ýmsar tilfæringar fórust fyrstu 162 vélarnar og hreyfillinn stóri (Continental O-200 virtist hafa verið of stór biti. Ófarirnar fældu hugsanlega kaupendur frá og hætt var við vélina. 

Reifaðir voru nokkrir möguleikar varðandi Boeing 737 Max: 

1. Að reyna að endurbæta tölvustýrikerfið þannig að tryggt væri að vélin lenti ekki í óviðráðanlegum aðstæðum. 

2. Að sleppa tölvukerfinu og setja nýtt og mun stærra stél á vélina. 

3. Að sleppa tölvukerfinu og setja bæði nýtt og stærra stél á vélina og breyta byggingu miðjubotnsins þannig að hægt væri að hækka lengja og stækka aðal hljólabúnaðinn svo að komast mætti hjá því að færa nýja hreyfilinn jafn mikið til og gert var. 

4. Að hanna nýja mjóþotu frá grunni til að keppa á hinum stóra markaði slíkra þotna. 

Ef ekki verður hægt að fara leið 1 eru góð ráð dýr, því að 2. 3. og 4. eru allt miklu dýrari og tafsamari leiðir. 

Og þá er hætt við að vegna tafarinnar og vandræðanna muni hugsanlegir kaupendur fælast og fara yfir á Airbus. 


mbl.is Annar „mögulegur galli“ í Max-vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir áttu bara að hækka hjólastellið. Komið! En nei of dýrt og hefði tekið smá tíma. Þá var farið shortcut með MCAS.

ólafur vigfús (IP-tala skráð) 27.6.2019 kl. 08:45

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki endilega auðvelt að hækka hjólastellið, því að þegar það er tekið upp til að falla inn í hólf sitt, þarf meira rými til þeirrar hreyfingar og veru stellsins inni hólfinu. 

Í gamla daga voru hjól Þristsins og fleiri véla tekin lóðrétt upp, og varð þá að láta hjólin skaga niður úr vængjunum, sem augljóslega er ekki hægt á nútíma þotum. 

Á einstaka vélum, ATR 42 gott dæmi, er bungulöguð hólf fyrir stellin á skrokknum, en það er varla mögulegt á 737.  

Miðjustykkið á bílum og flugvélum er venjulega langdýrasti hluti þessara farartækja, og það yrði ekki eins dýrt að breyta stélinu. 

En þyngdarhlutföllin varðandi hreyflana eru sennilega slík, að nýtt stél yrði að vera afar stórt, einkum lárétti hlutinn, og það myndi auka eldsneytiseyðslu. 

Niðurstaða: Neyðarredding til bráðabirgða á illseljanlegri 727 Max á meðan verið er að gera alveg nýja þotu í staðinn. 

Ómar Ragnarsson, 27.6.2019 kl. 12:15

3 identicon

Sami maður og hannaði lendingarbúnaðinn undir Spitfire hannaði 1. regnhlífarbarnakerruna fyrir dóttir sína og var 2 daga að því. Sömu lögmál og í Spiatfire.

GB (IP-tala skráð) 27.6.2019 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband