27.6.2019 | 13:49
Túrbínutrixið heldur áfram.
Vegna þess hve túrbínutrixið hefur reynst í því sem Laxness kallaði "hernaðinn gegn landinu" birtist það sífellt í nýjum og nýjum myndum.
Ein þeirra felst í því að hefja framkvæmdir án þess að búið sé að ganga frá landamerkjamálum og málaferlum við landeigendur.
Þar við bætist svokallað rannsóknarleyfi, sem felur í sér stórfellt rask langt umfram þarfir, enda er ferill HS orku varðaður slíku athæfi, samanber óafturkræf umhverfisspjöll við mynni Soganna þar sem gumað var fyrirfram að gríðarlegri orku, en engin fannst.
Túrbínutrixið var líka stórfellt í Gálgahraunsmálinu, þar sem 60 manna víkingasveit lögreglu og stærsta skriðdrekatæki landsins var beitt til að eyðileggja sem mest í hrauninu, algerlega að óþörfu, á einum degi, og tortíma þannig andlagi deiluefnisins áður en búið væri að útkljá málið lagalega.
Hvalárvirkjunin, sem nú er á dagskrá, er langtum umfangsmeiri en sú Hvalárvirkjun, sem lagt var upp með, 55 megavött í stað 35 ár, fleiri vatnsföll, stíflur og lón.
Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ovist er hvort aform um milljarða niðurgreiðslu tengigjalda Hvalarvirkjunar standist lög. Raforkuframleiðsla telst vera samkeppnisstarfsemi og oheimilt er að niðurgreiða virkjanir i samkeppnisstarfsemi.
Komið er i ljos að "new speak" a borð við "tengipunkt i Isafjarðardjupi" og "hringtengingu Vestfjarða" eru innistæðulaus þar sem buið er að afskrifa tengingu Hvalarvirkjunar ut eftir Djupinu til Isafjarðar.
"Tengipunkturinn" hefur þvi þann eina tilgang að niðurgreiða suðurtengingu Hvalarvirkjunar, -Isafjörður verður afram sami raforkubotnlangi og nu er.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 28.6.2019 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.