29.6.2019 | 14:04
Afar mikilvægt skref. Fágætt svæði sem vantaði alltaf.
Leitun er að svæði, sem er jafn fágætt á heimsvísu og hægt að ná mynd af og því svæði sem nú hefur verið gert að hluta Vatnajökulþjóðgarðs.
Herðubreið og næsta nágrenni hennar hefur sárlega vantað í þjóðgarðinn og ber að fagna þessari viðbót.
Á meðfylgjandi loftmynd sjást fimm af þeim tíu atriðum, sem segja má að geri vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum að því sem það er.
1. Dyngja. (Kollóttadyngja) Ein af mörgum á svæðinu.
2. Móbergsstapi. (Herðubreið). Flottasti stapinn á jörðinni.
3. Gígaröð, móbergshryggur. (Herðubreiðartögl). Fyrirbrigði, sem hvergi finnst á þurrlendi jarðar nema á Íslandi.
4. Stórt eldfjall. (Snæfell).
5. Stór hraunbreiða. (Ódáðahraun).
Úr "Kóróna landsins", sem er í ljósmyndasöngljóðabókinni "Hjarta landsins" og á Spotify:
"Allvíða leynast á Fróni þau firn,
sem finnast ekki í öðrum löndum:
Einstæðar dyngjur og gígar og gjár
með glampandi eldanna bröndum.
Við vitum ekki´enn að við eigum í raun
auðlind í hraunum og söndum,
sléttum og vinjum og urðum og ám
og afskekktum sæbröttum ströndum.
Í ísaldarfrosti var fjallanna dís
fjötruð í jökulsins skalla
uns Herðubreið lyfti sér upp gegnum ís,
öskunni spjó og lét falla.
Er frerinn var horfinn var frægð hennar vís;
svo frábær er sköpunin snjalla.
Dýrleg á sléttunni draumfögur rís
drottning íslenskra fjalla.
Að sjá slíkan tind
sindra í lind
og blómskrúðið bjart
við brunahraun svart! ...
...Seytlar í sál
seiðandi mál:
Fjallanna firrð,
friður og kyrrð."
Vatnajökulsþjóðgarður stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veit þetta er ekki í takt en Hér er dálítið merkileg grein um áróður ESB í Tékkóslóvakíu á sínum tíma Eigin kona mesta áróðurspólitíkus fékk stöðu áróðursdeildar ESB þar í landi Er ekki þetta að ske á Íslandi. https://www.brugesgroup.com/media-centre/papers/8-papers/786-federalist-thought-control-the-brussels-propaganda-machine?fbclid=IwAR0ZBaOb2NNkaox_YilN-w_pj2u2uiOeNf-os8Xp1cWDVihJVGKr6Gv5kzU
þetta er hreint ótrúlegt en sama og manni grunaði. Geymið greinina í hið minnsta.
Valdimar Samúelsson, 29.6.2019 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.