Patentlausnir eru oft tvíbentar.

"Maður verður háður þessu."  Þetta viðkvæði hefur oft komið upp þegar reynt hefur verið að fara fram hjá afleiðingunum af þráhyggju af ýmsu tagi.  

Þegar fram koma óæskileg áhrif af ýmissi neyslu eða hegðun, er það oft þrautaráðið að finna einhverja patentlausn til þess að koma í veg fyrir verkanirnar af hegðuninni. 

Fyrir 70 árum var byrjaða að framleiða skaðlausar sígarettur með því að setja í þær filter. 

Raunar fengu tóbaksframleiðendur sérfræðinga og lækna til þess að sverja og sárt við leggja fyrir nefnd Bandaríkjaþings að reykingar sköpuðu enga fíkn og væri alveg skaðlausar. 

Hið óhjákvæmilega gerðist samt að á ferli tóbaksnautnarinnar hafa hundruð milljóna manna veikst eða látist af völdum hennar. 

Ef melaton á að geta gert fólk brúnt miklu fljótar en sólarljós án þess að vera krabbameinsvaldandi, kann krabbahættan að kom ekki strax fram við hina nýju brúnkusókn. 

En ef þetta klikkar, er þá ekki alveg eins líklegt að Melanotan valdi fyrr krabbameini úr því að það veldur brúnkunni fyrr?

Nú er byrjað að banna rafrettur í Kaliforníu, en þær áttu að verða allra meina bót varðandi reykingar. 

Ópíóðalyfin voru sögð bylting í upphafi hvað varðaði það að þau yllu engri fíkn en væru samt jafn góð verkjalyf. 

Of seint og um síðir kom í ljós að þetta var öfugt; framleiðendur nýju lyfjanna notuðu einmitt þann hluta parkódíns sem var mest ávanabindandi. 

Nú auglýsir einn bílaframleiðandi að hybrid bílar noti meira rafmagn en bensín af því að meirihlutinn af tímanum við akstur bílsins fari fram með rafmótorinn í gangi. 

En hvers vegna er eyðslan á hundraði ekki auglýst á þessum bílum eins og öllum öðrum öðrum bílum? 

Jú, af því að eyðslan er ekki nema í mesta lagi 20-25 prósent minni en ef bíllinn er ekki hybrid. 

Enda stendur sú staðreynd óhögguð, að ÖLL orka sem nota þarf í hybrid bílum kemur úr bensíni, því að það er ekki hægt að hlaða þá utan frá með rafmagni. 

Bílarnir eru "sjálfhlaðnir" á þann veg, að bensínmótorinn framleiðir orku til að færa yfir á rafgeymana, sem aftur knýja rafmótorinn tímabundið í akstri. 

Og af því að rafmótor skilar orkunni, sem hann fær, þrisvar sinnum betur en bensínmótor, fæst fram sparnaður í bensínnotkun, en þó miklu minni sparnaður á orku, en ef bíllinn er hlaðinn af utanaðkomandi raforku og ekið sem mest með því að nota hana.  


mbl.is Maður verður háður þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband