1.7.2019 | 17:52
Nixon og Maó, Sadat og Begin og Ribbentrop og Stalín.
Stundum dynja yfir fundir ráðamanna óvinaþjóða, sem koma heimsbyggðinni gersamlega í opna skjöldu.
Tvívegis hefur það gerst í Austur-Asíu, núna, og þar á undan fundur Richards Nixon Bandaríkjaforseta og Maós 1972, en tilkynningin um þann fund sumarið áður, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Sá fundur markaði þáttaskil eftir 25 ára algeran fjandskap og einangrun Kína frá löndum utan kommúnistaríkjanna. Þessi atburður var hápunktur árangurs Henrys Kissingers í mótun djarfrar utanríkisstefnu BNA.
Hvort Kóreuför Trumps á eftir að verða efni í tónlistarverk eða fara í leikhús eða á hvíta tjaldið í slíkum búningi, er óvíst.
Ekki var síður óvænt, þegar Anwar Sadat forseti Egyptalands, flaug til Ísraels og ávarpaði Knesset.
Það var undanfari friðarsaminga milli þessara þjóða, en síðar galt Sadat fyrir þá með lífi sínu þegar hann féll fyrir skotum óánægðra landa sinna.
23. ágúst 1939 stóð heimurinn á öndinni þegar Ribbentrop utanríkisráðherra Hitlers, flaug til Moskvu til að gera griðasamning milli höfuðóvinanna Stalíns og Hitlers.
Þessi ótrúlegi en þó rökrétti Macchiavelli-samningur stjórnmálarefa markaði skiptingu Evrópu í áhrifasvæði sem skópu aðstæður fyrir upphafi stríðs rúmri viku seinna með innrás Þjóðverja í Pólland.
Heimsókn Trump ótrúlegur viðburður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.