3 krónur á kílómetrann eldgömul tala og alltof lág.

Það eru liðin meira en 20 ár síðan síðuhafi heyrði nefnda töluna þrjár krónur á kílómetrann varðandi fall eða hækkun á söluverðmæti bíla, sem akstur þeirra hefði í för með sér. 

Sú tala var líkast til of lág, og þar að auki þarf að færa svona tölu til núvirðis varðandi verðbólgu á tímabilinu. 

Hér á landi hefur löngum verið mun minna verðfall á bílum, miðað við aldur og akstur, en er í öðrum löndum. 

Það stafar sennilega af því lífseiga fyrirbæri að líta á kaup á nýjum eða notuðum bíl sem sérstaka fjárfestingu úr samheningi við heildar reksturskostnað bílsins. 

Þetta er smám saman að breytast en margt í Procarmálinu bendir til þess að lausatök séu á verðmætamati og mati á kostnaður við eign samgöngutækja hér á landi.  


mbl.is Undarlegt að Procar sé í bílstjórasætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einfalt reikningsdæmi hve mikið bílar falla í verði við akstur.  Auðvitað má segja að bíll falli í verði strax í upphafi,  en það leiðréttist sennilega á fyrstu mánuðunum.  En t.d. ef við reiknum með að bíll endist í 200.000 km og hafi kostað 4 milljónir, þá ætti að reikna með 20 kr á km.  Það má auðvitað velta fyrir sér hvort þessi ending sé rétt,  en venjulegur fólksbíll er nú búinn að lifa sitt fegursta eftir þann tíma. 

Steinar Frímannsson (IP-tala skráð) 2.7.2019 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband