Fyrirsjáanlegt þegar framkvæmdir á svæðinu voru ákveðnar.

Á tiltölulega skömmum tíma voru teknar ákvarðanir um stórfelldar framkvæmdir á því svæði í borginni þar sem nú ríkir mesta umferðaröngþveiti í sögu borgarinnar, allt frá Nauthólsvík og miðju Vatnsmýrar austur um Miklubraut. 

Landsspítalinn er langstærsti vinnustaður landsins og fer vaxandi. Þegar ákveðið var að reisa ekki nýjan spítala frá grunni eins og Norðmenn gerðu í Osló, og það gafst svo vel, að rómað var, var bent á það sem einn af ókostum bútasaumsins við Vatnsmýrina, að þarna væri verið að efna til vandræða í umferðarmálum svæðisins nema að farið yrði út í tugmilljarða framkvæmdir við gatnakerfið í viðbót við kostnaðinn við spítalann. 

Mun auðveldara yrði að standa að þessum málum þar sem rými er meira, eins og til dæmis við Keldur eða á Vífilsstöðum. Norðmenn fóru bútasaumsleiðina í Þrándheimi og það gafst illa. 

Ágætt tækifæri til að breyta um stefnu var fyrir rúmum áratug, en sterk öfl nýttu sér aðstöðu sína til stýra umræðunni í þann farveg sem hún fór.

En Landsspítalinn er ekki það eina, heldur skapar Háskólinn í Reykjavík mikla viðbót við umferðina á álagstímum, og varla mun nýja hverfið á Valsreitnum draga úr því.   


mbl.is Vatnsmýrin mikið vandræðasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þótt lengi sé búið að ganga í ranga átt, þá er alltaf rétt að breyta um stefnu.
Finna ný góð not fyrir það sen gert hefur verið.
Nýi Landspítalinn, flottur. Ef við sjáum betri möguleika núna, þá á að nýta möguleikann. Þessi bygging verður minnis merki um okkur inn í framtíðina. Ekki gera eitthvað sem landsmenn og ekki síst heilbrigðisstéttir, verða óánægðar með.
22.1.2019 | 13:05
https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2229263/

Egilsstaðir, 05.07.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.7.2019 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband