7.7.2019 | 14:10
Stilling kom í veg fyrir árás Ísraelsmanna á Írak. Hvað nú?
Í stríði Saddams Husseins við Bandaríkin og bandamenn þeirra reyndi hann að egna Ísraelsmenn til að blanda sér beint í stríðið, og lét Saddam gera eldflaugaárásir á Ísrael.
Sem betur fór, fóru Ísraelsmenn að ráðum bandamanna sinna og stilltu sig um að svara árásunum, heldur einbeittu sér að því að skjóta írösk eldflaugarnar niður.
Bandamenn sigruðu íraska herinn og hættunni á stórstyrjöld í Miðausturlöndum var bægt frá, því að víst er, að ef Ísraelsmenn fara í stríð í Miðausturlöndum, er fjandinn laus.
Ástandið núna er miklu flóknara, og ekki bætir úr skák, að forseti Bandaríkjanna hefur sýnt, að aðeins tíu mínútur geti skipt sköpum um það, hvort hann ræðst á Íran.
Ummælum Netnyahu kann að vera ætlað að hvetja aðildarríkin að kjarnorkusamningnum, sem ekki standa að refsiaðgrerðum Bandaríkjamanna, til að beita sér í málinu, en engu að síður eykst nú spennan á þessu svæði.
Brugðist verði við af hörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Eins: og veraldar sagan sýnir okkur, hafa Gyðingar (Ísraelsmenn: meðtaldir), líkt og frændur þeirra aðrir Semitízkir (Múhameðskir Arabar) verið sjálfum sér / sem og flestum þeim öðrum, sem þetta lið hefur umgengizt:: allt frá því í Fornöldinni að telja, til hinna mestu leiðinda og vandræða alla tíð, því miður.
Bara - hinn illræmdi einstrengingsháttur hvoru tveggju, að tilbiðja einhvern ósýnilegan Guðs pjakk hefur ekki orðið, til að auka skemmtileg heitin, i röðum þeirra - heldur:: og þvert á móti, á alla vegu.
Mig sárnaði mjög: þegar Donald Jóhannes Trump ákvað, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Íraels í fyrra:: borg:: sem Kristnir Krossfarar voru búnir að hafa mikið fyrir, að ná úr klóm Múhameðskra á Miðöldunum eins og við munum, í gagnsókn Kristinna gegn þeim, og Gyðingum reyndar líka, þar sem Múhameðskir voru búnir að splundra fjölda Fornkirkju deilda Norður- Afríku og Vestur- Asíu, svo við tölum nú ekki um örlög Sassanída ríkis Zaraþústra Tvíðelishyggjumanna, austur í Persíu (Íran), ekki síður, á 7. öldinni (Ktesiphon 651).
Roludómur Írana í dag - kristallazt í, að hafa ekki rænu á, að senda einhver Herskip úr sínum flota, að Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna / eða þá að Atlantshafs ströndinni þó ekki væri nema, til að sýna Donald Jóhannesi, fram á, að hann væri ekki neinn viðurkenndur Alþjóða löggæzlumaður ennþá, að minnsta kosti, sýnir okkur hvað bezt, hvers lags fígúrur Klerka bjálfarnir og þeirra fylgjendur austur í Teheran raunverulega eru, þegar til kastanna kemur:: að sönnu.
Með beztu kveðjum: sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2019 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.