Leggjasigur enskunnar.

Enskan vinnur jafnt og þétt á, eins og sést í frétt af Íslandssiglingu, sem virðist hafa samanstaðið af mörgum leggjum.  

Vonandi verður væntanleg útrýming á íslenska orðinu áfangi með því að nota alltaf enska orðið "leg" aðeins áfangasigur,- afsakið, - leggjasigur. 

Nokkur vígi standa þó enn, en kannski styttist í það að sungið verði: 

 

..."Drottinn leiði drösulinn minn; 

drjúgur verður síðasti leggurinn."

 

Og spurningin er hve lengi orðið áfangi verður notað um hluta af námi, og nemendur fari að klára leggina í staðinn. 

 

 


mbl.is Síðasti leggurinn var skelfilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að ÍSLENSKAN á að sigra að þá þarf sá sem að á að leiða þjóðina inn í framtíðina að vera með puttana á öllu því sem að skiptir máli inn í framtíðina.

Alveg eins og að hann Gunnar Dal var að keppast við að leysa lífsgátuna alla sína ævi með góðum spurningum til sjálfs síns og alls hugsandi fólks.

Ef að rúv ætlar að sýna okkur gamlar spaugstofur, gömul fíflalæti með Hemma Gunn, endalausa boltaleiki og erlenda glæpaþætti að þá hlýtur íslenskan að tapast

af því að engin vitræn umræða á sér stað.

Jón Þórhallsson, 7.7.2019 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband