Breiðafjörður, gleymt hugtak? Látrabjarg ómissandi hluti.

Svíar eiga sinn skerjagarð. Einhvern veginn er eins og Íslendingar hafi gleymt því að þeir eiga stórkostlega landslagsheild, sem heitir Breiðafjörður með sérstæðri blöndu af lífi og náttúrufari á ótal eyjum og magnaðri strandlengju. 

Einu sinni var Breiðfirðingafélagið i Reykjavík eitthvert öflugasta átthagafélagið í Reykjavík og rak meira að segja merkilegt samkomuhús við Skólavörðustíg, Breiðfirðingabúð. 

Smám saman virðist gildi Breiðafjarðar sem heildar hafa gleymst.  

Hafa ber í huga þrjú atriði umhverfisverndarmála: Vistkerfi, landslagsheild, afturkræfni. 

Friðlýsing og vernd Látrabjargs er ómissandi hluti af gildi Breiðafjarðar og leiðir hugann að fleiri verkefnum við fjörðinn, svo sem austar á norðurströnd hans, sem líka er suðurströnd Vestfjarðakjálkans.  


mbl.is Friðlýsing er mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband