Báðir eigna sér víkingana sem aldrei komu þangað.

Það er broslegt þegar staðir eigna sér eitthvað sem jafnvel engar heimildir eru um að hafi komið þangað. 

Bæði Hafnarfjörður og Keflavík hafa tekið víkingana upp á sína arma, Hafnarfjörður sem víkingabær og Keflavík með víkingasafn, ef ég man rétt. 

Þó er Reykjavík sá bær, sem státar af því að víkingurinn Ingólfur Arnarsson hafi numið þar land á undan öllum öðrum. 

Í Reykjavík stigu á land konungarnir, flugkapparnir Eric Nelson, Charles Lindberg, Balbo og fleiri, Laxness með Nóbelinn og Þorbergur Þórðarson kom hér líka á land. 

Hins vegar eru ekki heimildir um að neitt merkilegt hafi komið á land í Keflavík, ekki einu sinni svarti dauði. 


mbl.is Stjörnustríð Keflavíkur og Hafnarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef eitthvað er að marka Landnámu þá er Reykjavík vissulega einn af þeim stöðum í landnámi Ingólfs sem koma til greina sem bæjarstæði hans. Mosfellsbær kemur einnig sterklega til greina miðað við landgæði, lýsingar og staðarnöfn. Og bæði Keflavík og Hafnarfjörður eru í landnámi Ingólfs, bæir sem geta státað sig af því að víkingurinn Ingólfur Arnarsson hafi numið þar land á undan öllum öðrum. Þó Reykvíkingar hafi eignað sér Ingólf þá er ekkert sérstakt sem neglir búsetu hans í Reykjavík.

Vagn (IP-tala skráð) 10.7.2019 kl. 07:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Ekkert sérstakt"? Jæja, hvað um rituðu heimildirnar um reykina í Laugardalnum, nafn Reykjavíkur og landnám og búsetu Ingólfs þar? Það segir meira að segja að öndvegissúlurnar séu, þegar bókin er rituð, enn í eldhúsi í Reykjavík. 

Ekki í Keflavík eða Hafnarfirði. 

Ómar Ragnarsson, 10.7.2019 kl. 18:24

3 identicon

Þú ættir að skoða þessar rituðu heimildir nánar og með því hugarfari hvort aðrir staðir séu líklegri.

"..fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fyrir neðan heiði." Undir hvaða heiði er Arnarhvoll? Er til annað Arnarhvoll, eða svipað nafn, við fjöru umdir heiði?

Þræll Ingólfs furðaði sig á vali Ingólfs "Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta." Er hægt að kalla Reykjavík útnes?

Víða mátti sjá rjúka úr jörðu annarsstaðar en í Laugardalnum og hvar öndvegissúlurnar voru þegar Landnáma var skrifuð, öldum eftir landnám, segir ekkert um hvar Ingólfur bjó, stærri hlutir hafa verið fluttir til.

Reykjavík er síðari tíma orðmynd. Í Landnámu er talað um Reykjarvík ekki Reykjavík. Og orðmyndin Reykjarvík virðist hafa horfið fljótlega því að í eldri heimildum er landnámsjörðin yfirleitt nefnd Vík á Seltjarnarnesi.

Keflavík og Hafnarfjörður eru í landnámi Ingólfs, sama hvar hann bjó og hverjir vilja eigna sér hann.

Vagn (IP-tala skráð) 10.7.2019 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband