9.7.2019 | 23:36
"Orkunýtni - koma svo!"
Í ágúst 2016 var farið á 125cc vespulaga vélhjóli (Honda PCX) hringinn um landið á rúmum sólarhring með meðaleyðslu upp á 2,6 lítra á hundraðið.
Þetta var gert til að sýna fram á að svona hjól færi langleiðina í það að vera með álíka lítið kolefnisspor og rafbíll af meðalstærð.
Hjólið með manni er níu sinnum léttara en rafbíll með manni, tíu sinnum ódýrara í innkaupi og rekstri þegar tillit er tekið til þess hve miklu meira kolefnisfótsporið er við að fjárfesta í rafbíl en hjólinu og vegna kolefnisspors vinnunnar við að afla fjár fyrir rafbílinn, rekstur og afföll.
Auk þess sparar hjólið mikið rými á götum og stæðum.
Myndin af vélhjólastæði í Barcelona segir sína sögu.
Rafbílar losa 75-80% minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Virðist vanta í skýrsluna að reikna kolefnisfótspor virkjananna sem framleiða rafmagnið eða er það ekkert?
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 13.7.2019 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.