Sótt inn í tómarúm.

Flugfélagið WOW air var með það mikil umsvif þegar yfir lauk, að brotthvarf þess hefur skapað ákveðið tómarúm. 

Tómarúm hafa oft þann eiginleika, að eitthvað annað en þó hliðsætt við það sem horfið er, sækir inn í tómarúmið. 

Nokkur teikn má sjá um að slíkt sé að gerast, svo sem um áhuga Emirates á því að koma með starfsemi hingað til lands og einnig 15 prósent aukning hjá Icelandair í maímánuði. 

P.S.  Og ekki hefur þessi pistill fyrr verið skrifaður en fréttir koma úm að stofna eigi nýtt íslenskt flugfélag á rústum W0W  air í tómarúminu. 


mbl.is Risi með augastað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, jafnvirði tæplega fjögurra milljarða króna"

"í kjölfarið nýta sér lánsféð sem eigið fé til þess að slá lán hjá svissneskum banka"

„Félagið verður með áherslu á mikið fjör fyrir sína starfsmenn og viðskiptavini,“ 

og á meðan gengur reksturinn bara ekkert of vel hjá Icelandair eða hvað?

Grímur (IP-tala skráð) 10.7.2019 kl. 12:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skaðaðist þjóðin ekki nægilega á Skúla? Getur Icelandair grætt nógu mikið til dagsins sem þetta fer af stað til að niðurgreiða tapið eins o lengi og það tekur fyrir þetta að fara á hausinn?

Þarf einhver svona dellu? Til dæmis Landsbankinn?

Halldór Jónsson, 10.7.2019 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband