Erfitt að útskýra 1998 og líka núna. "Djásnið í kórónu landsins."

Galtarlón í Kverkfjöllum er annað tveggja lóna sem þar eru. Hinum megin við lágan hverasoðinn móbergshrygg þarna uppi í um 1700 metra hæð yfir sjávarmáli er annað lón, sem fékk heitið Gengissig á sínum tíma, en þá var talsvert flökt á krónunni okkar. Kverkfjöll og Herðubreið.

1998 hvarf Galtárlón, en kom aftur 2005.

Myndin hér við hliðina er tekin í maí 2017 og sést Efri-Hveradalur með Galtárlóni, en Herðubreið er í fjarska.

Fyrir neðan er nærmynd af Galtárlóni, og neðst sjást fjöllin í heild með báðum lónunum. 

Engar nákvæmar skýringar fengust á þessu og heldur ekki nú, enda er síbreytileikinn í samspili íss og elds í Kverkfjöllum í raun eðlilegt og viðvarandi ástand, hið "eilífa stríð" eins og segir í ljóðlínu hér fyrir neðan:    

 

DJÁSNIÐKverkfjöll. Efri-Hveradalur Í KÓRÓNU LANDSINS.  

 

"Endalaus teygir sig auðnin, svo víð; 

ögrun við tækniheim mannsins. 

Kaga við jökul með kraumandi hlíð

Kverkfjöll í hillingum sandsins. 

Ísbreiðan heyr þar sitt eilífa stríð 

við eldsmiðju darraðardansins. 

Drottnandi gnæfa þau, dæmalaus smíð, 

djásnið í kórónu landsins."Kverkfjöll 15.6.17

 

Seytlar í sál 

seiðandi mál: 

Fjallanna firrð, 

friður og kyrrð, 

íshvelið hátt, 

heiðloftið blátt, 

fegurðin ein, 

eilíf og hrein."

 


mbl.is Galtárlón í Kverkfjöllum horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju má Tómas hoppa og skoppa milli ísjaka en ekki ferðamenn ?

Má mismuna fólki svona ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 12.7.2019 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband