Þorskurinn reynist dýrmætur.

Í gegnum tíðina hefur þorskaflinn hér við land ráðið mestu um afkomu þjóðarbúsins. 

Ýmist voru það aflabrögð eða verðlag á útfluttum þorskafurðum sem skópu stórar sveiflur í efnahagslífinu, ýmist upp eða niður. 

Síldarbresturinn á sjöunda áratugnum skildi þorskinn einan og kjölfestu hans, til þess að halda sjávarútveginum uppi, og síðan kom loðnan til sögunnar til að hjálpa til. 

En eftir 1976 minnkuðu þorskgengd og þorskveiði jafnt og þétt og það blés ekki byrlega næstu 20 árin.  

En síðustu tvo áratugi hefur þorskurinn verið í meginatriðum að taka við sér, og nú er svo komið að á síðasta ári voru tekjurnar af honum það miklu meiri en 2017, að það vegur loðnubrest upp.

Þorskurinn gefur um þriðjung af útflutningstekjum af þorskafurðum, verðmæti útfluttra sjávarafurða óx um 21,7 prósent 2018, og nú, þegar ferðaþjónustan hefur dalað, hefur þorskurinn enn og aftu reynst dýrmæt kjölfesta fyrir efnahagslífið. 


mbl.is Verðmæti útfluttra sjávaafurða jókst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband