Næstum þreföldun rafbíladrægni og bylting í rafhjólum.

Fyrsti rafbíllinn, sem sló í gegn á Íslandi og erlendis, Nissan Leaf, var með 24 kw/st rafhlöðu og var því í raun hér á landi aðeins borgarbíll, komst ekki örugglega fram og til baka í sömu ferðinni frá Selfossi til Reykjavíkur og til baka aftur, ef það var kalt og miðstöðin mikið notuð. 

Og ef farið er í hraðhleðslu á slíkum bíl í Reykjavík, kostaði það töf.   

Nú er varla rafbíll með rafbílum nema hann sé með 64 kw/st rafhlöðu og þar með 2,5 sinnum meiri drægni en gamli Leaf. Gogoro. Skiptistöð

Kia Soul hefur verið breytt til batnaðar og kominn með slíka rafhlöðu. 

Í rafhjólum er komin bylting: Útskiptanlegar rafhlöður. Þessi bylting er komin alla leið í Tæpei á Tævan, sem er 350 þúsund manna  höfuðborgarsamfélag, og það er verið að byrja í Madrid á Spáni. 

757 skiptistöðvar eru á Tæpei-svæðinu og það tekur 6 sekúndur að skipta rafgeymunum tveimur út fram og til baka. 

Margar gerðir rafhjóla með útskiptanlegar rafhlöður eru komnar á markaðinn, ná allt að 100 km hraða og komast allt að 120 kílómetra á hleðslunni við íslenskar aðstæður. BMW rafhjól

Meira að segja VGA Vax rafvespuhjólið, sem kostar aðeins um 300 þúsund þúsund krónur í Danmörku, og er með útskiptanlegar rafhlöður, kemst 70 kílómetra vegalengd á 30 km hraða, en 55 km á 45 km hraða. 

Þau tímamót hafa orðið hjá BMW, sem hefur framleitt feikna flott lúxus-vespulaga-hjól, að með því að koma með sams konar rafhjól hefur salan á því orðið meiri en á bensínhjólunum. 

Kemst á 130 km hraða og vel yfir 100 km á hleðslunni. En myndi kosta hátt á þriðju milljón króna hér á landi. 

 


mbl.is Þroskaður unglingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband