14.7.2019 | 17:54
Náttúruverðmætin eru mest á landsbyggðinni.
Þegar litið er í sjónhendingu yfir landið til að átta sig á því hvar mestu náttúruverðmætin liggja, blasir við að þau eru að mestu leyti á því svæði sem telst heyra undir landsbyggðina.
Ef þetta eitt réði því hvar mest umsvif og tekjur eru í ferðaþjónustu, ætti því landsbyggðin að hafa mjög sterka stöðu og jafnvel sterkari stöðu en höfuðborgarsvæðið.
En svo virðist ekki vera.
Hluti af skýringunni kann að vera sá, að langflest erlenda ferðafólkið kemur til landsins yst á suðvesturhorni landsins og því falla umsvif og tekjur af ferðaþjónustunni í miklum mæli þangað, áður en ferðalög um landið hefjast.
Síðan nýtur suðvesturhornið þess líka að vera í sterkri stöðu í afli fjölmennis og hagstæðrar staðsetningar fyrir stór og öflug fyrirtæki.
Það má heyra sagt úti á landi setningar eins og "þeir gína yfir þessu og soga allt til sín fyrir sunnan."
Slík ummæli eru skiljanleg en það er meiri þörf á ummælum um að finna ráð til að hamla gegn þessu.
Aðdráttaraflið, náttúruverðmætin, eru nefnilega mest á landsbyggðinni.
Lítill hagnaður hótela á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.