Nútíminn: Stórstyrjöld í "sýklahernaði."

Nýr veruleiki, sem sérfræðingar spáðu fyrir aldarfjórðungi að myndi renna upp á 21. öldinni, virðist vera að gera það. Grunnurinn er sá, að í mannslíkamanum og utan á honum eru fleiri bakteríur en frumurnar eru í líkamanum. 

Nær allar bakteríurnar eru bæði meinlausar og sumar hverjar bráðnauðsynlegar, eins og til dæmis gerlarnir í meltingarveginum. 

En síðan eru líka bakteríur og veirur sem valda sjúkdómum af ýmsu tagi, og læknavísindin hafa barist við í meira en öld. 

Alveg eins og að ónæmiskerfi manna og dýra þróar með sér getu til að berjast við sýkingar og sjúkdóma, þróa bakteríur og veirur með sér vaxandi getu til að standast árásir sýklalyfja og sótthreinsunaraðferða. 

Orðið sýklahernaður hefur hingað til verið notað um það þegar menn nota sýkla sem vopn í hernaði. 

Nú má segja að önnur merking þessa orðs geti falið í sér eitt höfuðverkefni læknavísindanna á 21. öld, að þróa lyf í baráttunni við sýklana, sem sífellt verða öflugri. 

Það er stórstyrjöld vorra daga. 


mbl.is Ofurbaktería ónæm fyrir sótthreinsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband